Innritun í grunnskóla Akureyrarbæjar haustið 2024

Í febrúar fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar haustið 2024. Sótt er um grunnskóla í þjónustugátt Akureyrarbæjar en með því að smella hér er hægt að komast beint inn í umsóknarformið.

Finna má allar upplýsingar um skólaval á Akureyri á heimasíðu fræðslu- og lýðheilsusviðs og í bæklingnum Að byrja í grunnskóla.

Foreldrum barna sem hefja nám í grunnskólum í haust býðst að fara í heimsókn til að skoða skólana. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér dag- og tímasetningar sem í boði eru og nýta tækifærið.

Heimsóknir í grunnskóla:

Miðvikudaginn 7. febrúar 2024

Kl. 10-11: Brekkuskóli
Kl. 10-11: Glerárskóli
Kl. 11-12: Síðuskóli
Kl. 11-12: Hríseyjarskóli
Kl. 13-14: Oddeyrarskóli

Fimmtudaginn 8. febrúar 2024

Kl. 9-10: Giljaskóli
Kl. 10-11: Lundarskóli
Kl. 11-12: Naustaskóli

Myndband um grunnskóla á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan