Hvannavellir 10-14 nýtt deiliskipulag - Tillaga á vinnslustigi

Afmörkun skipulagssvæðisins
Afmörkun skipulagssvæðisins

Akureyrarbær vinnur nú að gerð deiliskipulags fyrir 0,9 ha svæði sem nær yfir lóðirnar Hvannavelli 10, 12 og 14. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og er markmið skipulagsvinnunnar að ákvarða uppbyggingar- og þéttingarmöguleika fyrir þjónustu og íbúðir, m.a. fjölbýlishús á fjórum hæðum með efstu hæðina inndregna.

Í deiliskipulaginu verða skilgreindir byggingarreitir á núverandi lóðum og sett ákvæði vaðrandi viðbyggingar við núverandi hús. Þá verður gerð grein fyrir lóðamörkum, aðkomuleiðum, nýtingarhlutfalli og fleiri þáttum sem ástæða verður til að skilgreina í deiliskipulagi.

Skipulagstillöguna má sjá hér og greinargerð hér .

Skipulagstillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar mánudaginn 24. október n.k. á milli kl. 16 og 19.

Eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér þetta nýja deiliskipulag og koma ábendingum á framfæri. Skriflegar ábendingar má senda bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9 eða á netfangið skipulag@akureyri.is.

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 5. nóvember 2022.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan