Hilda Jana og Hlynur í viðtalstíma

Hilda Jana Gísladóttir og Hlynur Jóhannsson
Hilda Jana Gísladóttir og Hlynur Jóhannsson

Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni.

Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 26. september verða bæjarfulltrúarnir Hilda Jana Gísladóttir og Hlynur Jóhannsson til skrafs og ráðagerða.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan