Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 7.mars sl. að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að frístundabyggð F3 stækkar um 3 ha og verður eftir stækkun 28 ha. Samhliða minnkar skógræktar- og landgræðslusvæði SL7 sem þessu nemur, úr 700 ha í 697 ha.
Skipulagsuppdrátt má sjá hér.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar í Ráðhúsi eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.