Góðir gestir hjá bæjarstjóra

Tómas og Bríet útskýra hugmyndir sínar fyrir Ásthildi.
Tómas og Bríet útskýra hugmyndir sínar fyrir Ásthildi.

Í morgun gengu á fund bæjarstjóra, Ásthildar Sturludóttur, þau Briet Tinna Temara, 8 ára, og Tómas Bjarkason Lind, 9 ára, með hugmynd að nýrri miðstöð til að bjarga heimilislausum dýrum.

En hvernig kviknaði hugmyndin?

Jú, Bríet flutti nýlega heim frá Singapúr og þar sá hún marga heimilislausa hunda sem þyrfti að hjálpa. Hún sagði Tómasi að hún ætlaði að gera það þegar hún yrði stór en hann stakk upp á því að þau gerðu það bara strax.

Tómas og Bríet létu Ásthildi eftir teikningar og skriflegar hugmyndir sem Ásthildur ætlar að leggja fyrir skipulagsráð Akureyrarbæjar.

  

Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan