- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt breytingu á gjaldskrá bifreiðastæðasjóðs sem tekur gildi frá 1. júlí næstkomandi. Þá verða gjöld vegna stöðubrota, þegar ökutækjum er lagt ólöglega, hækkuð úr 11.000 krónum í 20.000 krónur.
Þetta er hluti af átaki sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir að bifreiðum sé lagt ólöglega. Jafnframt á að leggja aukna áherslu á að upplýsa ökumenn um þær reglur sem gilda þannig að auðveldara sé að fylgja þeim og komast hjá sektum. Með þessari hækkun eru gjöldin í samræmi við sektir sem lögreglan leggur á fyrir sams konar brot.
Breytingin á við um almenn stöðubrot. Gjöld vegna „klukkubrota“ eru óbreytt. Klukkubrot er það þegar ökumenn leggja í þar til gerð merkt stæði í miðbænum og nágrenni hans án þess að stilla sýnilega bílastæðaklukku eða ef ökutæki er of lengi í slíkum stæðum og leyfilegur stöðutími rennur út.
Undir almenn stöðubrot fellur til dæmis að leggja ökutækjum:
Auk þess er stöðubrot að leggja bifreiðum í stæði fyrir fatlað fólk ef viðkomandi hefur ekki P-merki.
Hins vegar er heimilt að leggja bifreiðum í almenn bílastæði og samhliða umferð, hægra megin, við ystu brún götu og við hliðina á gangstéttum.
Það er allra hagur að umferðin gangi sem best og að ökutækjum sé ekki lagt þar sem þau geta valdið hættu eða óþægindum.
Stefna Akureyrarbæjar er að fjölga þeim sem nota virka og umhverfisvæna ferðamáta og almennt njóta gangandi vegfarendur forgangs. Þeirra á meðal eru oft börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni en líka eldra fólk og aðrir sem eiga ekki að þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar.
Mikilvægt er að allir geti átt greiða leið um gangstéttir og stíga bæjarins án hindrana.