Gildagur á laugardaginn

Þriðji Gildagur vetrarins verður næsta laugardag, 8. desember, í Listagilinu og verður stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð frá kl. 14-17.

Dagskrá Gildagsins er afar fjölbreytt með tónlistaratriðum, opnun myndlistarsýninga og sannkallaðri markaðsstemningu. Á Listasafninu verður opnuð sýningin La Mer / The Sea / Hafið eftir franska myndlistarmanninn Ange Leccia.

Nánar er hægt að glöggva sig á lokun Listagilsins á meðfylgjandi mynd.

Heimasíða Gildagsins á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan