Frístundastarf fyrir börn sumarið 2022

Teknar hafa verið saman upplýsingar um það helsta sem verður í boði fyrir börn í frístundastarfi á Akureyri í sumar og lista með þeim má finna hér. Fjölbreytileikinn er mikill og meðal þess sem velja má úr eru stuttar fjallgöngur fyrir börn og fjölskyldur, leikjanámskeið, golfskóli, fjallahjólaæfingar, listasmiðjur, sumarlestur og sumarbúðir í nágrenninu.

Listinn er ekki tæmandi og eru skipuleggjendur og aðrir sem til þekkja vinsamlega beðnir um að senda inn ábendingu telji þeir að upplýsingar um tilboð til barna vanti í upptalninguna. Það má gera með því að senda línu á skjalasafn[hjá]akureyri.is með nafni námskeiðs/viðburðar ásamt hlekk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan