Fræðsludagar Vinnuskólans

Eitt af hlutverkum Vinnuskólans er markviss fræðsla á ýmsum sviðum auk forvarna. Í liðinni viku sátu ungmenni í Vinnuskólanum fjölbreytt námskeið hjá sinni starfsstöð.

Varaformaður Einingar - Iðju, Anna Júlíusdóttir fræddi ungmennin um réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði. 

Verkefnastjóri fræðslumála hjá Vistorku, Eyrún Gígja Káradóttir kom og flutti erindi um ferðavenjur, neysluhegðun og umhverfis- og loftlagsmál.

Guðmundur Ólafur Gunnarsson, forvarna og félagsmálaráðgjafi einblíndi á fjármálalæsi með ýmsum skemmtilegum verkefnum og leikjum. 

Forvarnarfulltrúi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, Silja Rún Reynisdóttir var með fræðslu um samskipti og stafrænt ofbeldi.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan