Fögnum fjölbreytileikanum!

Regnbogafánar voru í morgun dregnir að húni fyrir utan stofnanir Akureyrarbæjar í tilefni Hinsegin daga. Dagskrá hátíðarinnar ætti undir venjulegum kringumstæðum að ná hámarki nú um helgina.

Hinsegin dagar eru með óhefðbundnu sniði í ár vegna Covid-19 og falla skipulagðir viðburðir niður. Í stað þess hefur fólk verið hvatt til að fagna fjölbreytileikanum um allt land án hópamyndunar.

Regnbogafánum hefur til dæmis verið flaggað fyrir utan Ráðhúsið, Amtsbókasafnið, Menningarhúsið Hof, Hlíð og Lögmannshlíð. Með þessum hætti vilja stjórnendur og starfsfólk Akureyrarbæjar sýna hinsegin fólki samstöðu og styðja við mannréttindabaráttu þeirra.

Fögnum fjölbreytileikanum nú sem endranær. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan