Druslugangan 2019

Frá Druslugöngunni á Akureyri í fyrra.
Frá Druslugöngunni á Akureyri í fyrra.

Druslugangan á Akureyri þetta árið verður haldin laugardaginn 27. júlí klukkan 14. Gangan hefst við Myndlistaskólann á Akureyri. Gengið verður niður Listagilið, norður göngugötuna og endað á Ráðhústorgi þar sem nokkur erindi verða flutt.

Fimmtudagskvöldið áður, 25. júlí klukkan 20, verður svokallað "Peppkvöld" í Rósenborg. Þar verða útbúin skilti fyrir gönguna og flutt lifandi tónlist.

Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis. Hún er vopn gegn óréttlæti og ofbeldi. Fólk er hvatt til að sýna samstöðu, taka afstöðu, skila skömminni og taka þátt í Druslugöngunni.

Druslugangan 2019 er hluti af Listasumri og nýtur stuðnings Akureyrarstofu.

Viðburðurinn á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan