Drottningarbrautarreitur - tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Fyrirhuguð er uppbygging syðst á svokölluðum Drottningarbrautarreit á svæði sem samkvæmt gildandi deiliskipulagi nær til lóðanna Hafnarstræti 80 og 82 og Austurbrúar 10-12. Á þessu svæði var gert ráð fyrir byggingu hótels á lóð Hafnarstræti 80, íbúðarhúss á lóð Austurbrúar 10-12 auk þess sem afmarkaður var byggingarreitur fyrir viðbyggingu norðan við Hafnarstræti 82. Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggðar 60-70 íbúðir í húsum sem liggja að Austurbrú, íbúðahóteli með 16-20 hótelíbúðum og verslun- og þjónustu á neðstu hæðinni við Hafnarstræti (lóð nr. 80) auk þess sem gert er ráð fyrir viðbyggingu sunnan við Hafnarstræti 82 en ekki norðan megin við húsið eins og í gildandi skipulagi. Þá er gata sem var á milli Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12 felld niður og í staðinn verður þar gönguleið og garðar milli húsa. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum við Hafnarstræti, staðsetningu einstefnu, breidd gangstétta o.fl.

Hægt er að skoða skipulagsgögnin hér:

Breytingaruppdráttur

Greinargerð

Frestur til að gera athugasemd við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 23. júní 2021. Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan