Drög að nýju deiliskipulagi fyrir stofnana- og athafnalóðir við Súluveg

Loftmynd af skipulagssvæðinu
Loftmynd af skipulagssvæðinu

Þessa dagana er í gangi vinna við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnalóðir við Súluveg. Nú eru í kynningu drög að skipulagstillögu fyrir svæðið.

Skipulagssvæðið afmarkast af reitum sem merktir eru S36 og AT13 í gildandi aðalskipulagi, sjá hér. Markmið með skipulagstillögunni eru að afmarka lóð fyrir dýraspítala nyrst á reit S36 upp við Miðhúsabraut, skilgreina uppbyggingarheimildir á lóð Vegagerðarinnar við Súluveg, afmarka athafnalóðir á reit AT13 ásamt því að setja fram skilmála um uppbyggingu og umgengni og loks að bæta aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda um svæðið.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er aðgengilegur hér.

Athugasemdum og ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram, má skila með tölvupósti á skipulagssvid@akureyri.is eða bréfleiðis í Ráðhús Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, merkt „Skipulagssvið".

Frestur til að gera athugasemdir við skipulagsdrögin er til og með 12. janúar 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum, s.s. kennitala, nafn og netfang, eru aðeins nýttar til að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan