Deiliskipulag Miðbæjar – Skipagata 12, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 15. október 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Skipagötu 12 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í deiliskipulaginu felst að nýtingarhlutfall er hækkað, byggingarreitur er stækkaður til vesturs og norðurs og á 2. og 3ju hæð verði heimilt að byggja svalir 1,75 m út fyrir byggingarreit til austurs yfir Skipagötu.

Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2019. Engar athugasemdir bárust. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.


4. desember 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan