Breytingar á tölvupóstkerfi Akureyrarbæjar

Síðustu daga hafa staðið yfir kerfisbreytingar á tölvupóstkerfi Akureyrarbæjar. Eins og stundum vill verða þá komu í ljós ákveðnir hnökrar innan kerfis sem leysa þarf jafnt og þétt á meðan breytingarnar standa yfir. Einhverjar truflanir kunna að hafa átt sér stað í móttöku tölvupósta sem rekja má til þessa og eru þeir sem telja sig hafa dæmi um slík tilvik bent á að senda línu á netfang þjónustuvers thjonustuver@akureyri.is sem mun í framhaldinu koma ábendingunni á réttan stað.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan