Breyting á greiðslum reikninga

Frá og með árinu 2021 er ekki lengur boðið upp á greiðslu reikninga vegna heimaþjónustu velferðarsviðs og dagþjónustu ÖA með boðgreiðslum á kreditkort.

Áður hefur verið tilkynnt um sömu breytingu varðandi fasteignagjöld. Allar greiðslur fara hér eftir fram með kröfu í netbanka. Vakin er athygli á þeim möguleika að skrá kröfur í beingreiðslu, það er hægt að gera í netbanka eða hjá viðskiptabanka greiðanda.

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að draga úr kostnaði.

Áfram verður möguleiki um sinn að greiða reikninga frá fræðslusviði með boðgreiðslum, en þeir eru skráðir með öðrum hætti í fjárhagskerfum bæjarins en fyrrnefndu flokkarnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan