Akureyrarbær einfaldar innheimtu

Ráðhús Akureyrarbæjar. Ljósmynd: Bjarki Brynjólfsson.
Ráðhús Akureyrarbæjar. Ljósmynd: Bjarki Brynjólfsson.

Frá og með þessu hausti verður ekki lengur boðið upp á að greiða reikninga frá Akureyrarbæ með boðgreiðslum á kreditkort. Framvegis verða allir reikningar innheimtir með kröfu í netbanka.

Um síðustu áramót var tilkynnt um þessar breytingar varðandi fasteignagjöld og reikninga vegna heimaþjónustu velferðarsviðs. Frá og með septembermánuði gildir það sama um reikninga frá fræðslusviði, það er vegna leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Þetta eru síðustu flokkar reikninga sem hægt hefur verið að greiða með boðgreiðslum á kort.

Almennt verða allir reikningar frá bænum greiddir í gegnum netbanka, en eftir sem áður geta þau sem þess óska fengið prentaða greiðsluseðla. Fyrir þau sem kjósa þægindi er athygli vakin á þeim möguleika að skrá kröfur í beingreiðslu í netbankanum. Þá þarf ekki að hugsa um þær heldur skuldfærast þær af reikningi á eindaga.

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að einfalda innheimtu og draga úr kostnaði bæjarins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan