Sumarúrræði fyrir börn með sérþarfir

Mynd: Anna Samoylova (fengin af Unsplash)
Mynd: Anna Samoylova (fengin af Unsplash)

Um er að ræða sumarúrræði fyrir börn með sérþarfir, greiningar eða félagslega einangrun. Úrræðið er í formi leikjanámskeiða sem eru í boði frá og með 12. júní- 28. júlí 2023. Markmið úrræðisins er að auka félagsþroska barna og áhuga þeirra á útivist og íþróttum og kynna fyrir þeim þau úrræði sem í boði eru fyrir börn á þessum aldri á Akureyri.
Vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir námskeiðunum er einungis hægt að bjóða hverju barni dvöl í 5 vikur í fyrstu úthlutun og vakin er athygli á þjónustuþörf og félagsneti umsækjandans. Möguleiki er að endurskoða það þegar allar umsóknir eru komnar.


Námskeið sem eru í boði:

Ofurhetjur (1.-4. bekkur)
Aðstaðan okkar verður í Giljaskóla með opnunartíma kl. 8-16. Hægt er að velja um að vera allan daginn eða aðeins fyrir eða eftir hádegi. Skráning gildir fyrir heila viku í senn.

Kappar (5.-7. bekkur)
Aðstaðan okkar verður í Giljaskóla með opnunartíma kl. 8-13. Skráning gildir fyrir heila viku í senn.

Greitt er fyrir þær vikur sem skráðar eru, 13.500 kr. fyrir hverja viku (Ofurhetjur) og 8.250 kr. fyrir hverja viku (Kappar). Greitt er áður en námskeið hefst og hægt er að nýta frístundastyrkinn. Einnig verður boðið upp á 10% systkina afslátt.

Mikilvægt er að börnin hafi með sér hollt og orkuríkt nesti. Um er að ræða morgunsnarl, hádegismat og síðdegiskaffi. Aðgangur er að ísskáp. Gott er einnig að hafa vatnsbrúsa meðferðis. Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri því mikil áhersla er á útiveru og jafnvel gott að hafa aukaföt í töskunni.

Foreldrar fá upplýsingar um skipulag hverrar viku fyrir sig og munu þær upplýsingar verða tilbúnar á föstudeginum áður.

Opnað verður fyrir umsóknir 28.apríl og er sótt um í þjónustugáttinni undir flipanum "Umsóknir, uppsagnir o. fl. eyðublöð" og þar undir málaflokknum „Forvarnir og frístundir". Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2022.


Umsjónarmenn sérúrræða:
Salka Sigurðardóttir, verkefnastjóri félagslegrar liðveislu

Halla Birgisdóttir, forstöðumaður tómstundamála
Fyrir frekari uppl. má senda tölvupóst á: salkas@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan