Stuðningsfjölskyldur óskast

Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir fjölskyldum eða einstaklingum til að taka að sér börn, tvo eða fleiri daga í mánuði. Starf stuðningsfjölskyldna er fjölbreytt og felst í því meðal annars að bjóða barni/börnum að taka þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar og tómstundum. Fyrir barnið er stuðningsfjölskylda hugsuð sem skemmtileg upplifun og tilbreyting og um leið hvíld og stuðningur fyrir forelda og/eða forráðamenn barnanna.

Sótt er um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda hjá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála.

Leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda | Ísland.is (island.is)

Frekari upplýsingar gefur Svava Hrund Friðriksdóttir, starfsmaður Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, í síma 460-1000 eða á netfangið svava.hrund.fridriksdottir@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan