Virkið þjónustu- og ráðgjafasetur

Um Virkið

Graphic displaying the institutions that collaborate to offer Virkið

Virkið, þjónustu- og ráðgjafasetur er þverfaglegur samstarfsvettvangur fjórtán aðila á Akureyrar- og Eyjafjarðarsvæðinu og er meginmarkmiðið að grípa ungmenni sem falla milli kerfa og veita þeim heildstæðari þjónustu. Starfsemi Virkisins miðar að því að aðstoða ungmenni, á aldrinum 16-30 ára, sem þurfa á samfelldri þjónustu að halda vegna atvinnuleitar, skólagöngu, endurhæfingar eða annarrar meðferðar.

Virkið býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf með það að markmiði að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu.

Virkið starfar sem þjónustuborð á Eyjafjarðarsvæðinu með hagsmuni einstaklinga á aldrinum 16-30 ára að leiðarljósi. Markmið okkar er að bæta þjónustu við ungt fólk á krossgötum með því að auðvelda aðgengi ungmenna, veita snemmtæka íhlutun, minnka líkur á að fólk falli á milli kerfa, samþætta þjónustu og úrræði, auðvelda tilvísunaraðilum að koma málum í réttan farveg og móta virkniúrræði.

Virkið er til húsa í Íþróttahöll Akureyrar með nýja og hlýlega aðstöðu þar sem við bjóðum upp á einstaklings viðtöl, gott aðgengi að tölvum, aðstoð við ferilskráargerð, starfsleit, nám o.m.fl.

Starfsfólk:
Orri Stefánsson
Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir

Mynd af aðstöðu í Virkinu
Mynd af eldhúshorni í Virkinu
Mynd af sófahorni í Virkinu

Þjónusta í boði

Virkið er stuðnings og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Í boði er almenn ráðgjöf s.s. um vinnu, nám, heilsu, sambönd eða fjármál.

Í boði eru:

Námskeið: Áhersla er lögð á fyrirlestra og stutt námskeið sem styrkir atvinnuleit og eykur tækifæri út á vinnumarkaðinn. Einnig munum við kynna okkur fyrirtæki og ýmsar stofnanir sem opna möguleika á menntun og þekkingu.

Opinn tími:  Mánudaga til fimmtudaga frá 13:00 – 15:00. Aðstoð við ferilskrá og umsóknir um nám eða annað.

Sérfræðiþjónusta: félagsráðgjafar

Aðstoð við ferilskrá og umsóknir

Stuðningur við verkefni tengd erasmus styrkjaáætlun ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál. 

Sótt er um í gengum þjónustugátt Akureyrarbæjar undir flokknum "Forvarnir og frístundir"

Smelltu hér til að sækja um. 

 

Fréttir frá Virkinu

12. 02. 2024

Virkið Vinna

Dagana 13.02 -05.04 2024

Virkið Vinna býður ungu fólki í samvinnu við Vinnumálastofnun upp á námskeið í þeim tilgangi að styrkja þau í atvinnuleit og auka möguleika þeirra út á atvinnumarkaðinn.

Námskeiðið er samansett af fjögurra vikna undirbúningsnámskeiði með möguleika á Internship en þar gefst þátttakendum tækifæri til að öðlast starfsreynslu sem tengist áhugasviði.

Námskeiðið fer fram í Virkinu og er til húsa í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Á námskeiðinu er m.a. farið í:

  • Tækifæri á vinnumarkaði
  • Gerð umsóknarbréfa
  • Markmiðasetningu
  • Hvernig tengist vellíðun virkri atvinnuleit?
  • Hvert er mitt áhugasvið og hvernig get ég nýtt styrkleika mína þar?
  • Gerð og framsetning ferilskráar
  • Atvinnuviðtalið – hvernig kem ég mér á framfæri?
  • Hvernig kem ég hugmynd í framkvæmd?

 

14.11. 2023

Akureyrarbær og Bergið Headspace hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við ungt fólk sem þarf stuðning og ráðgjöf, þróun á geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk, þjónustu sem byggir á snemmtækri íhlutun.

Sjá meira hér

 

 

16.10. 2023

Á morgun hefst námskeið í Virkinu námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er því að ljúka í byrjun desember á námskeiðinu verða ýmsar kynningar frá stofnunum og félögum sem eiga snertingu við hópinn til dæmis E-rasmus og Nordjob. Einnig verður farið yfir atvinnuleit og ferilskrárgerð. Á námskeiðinu er reynt að mæta þörfum hópsins og mun dagskráin einnig taka mið af því hverju hópurinn er að leyta eftir og getur nýst einstaklingunum í framhaldinu að námskeiðinu loknu.

 

 

 

27.03.2023

Nú er námskeið í fullum gangi hjá okkur i Virkinu námskeiðið stendur yfir í sex vikur og þegar þessi frétt er skrifuð þá er það liðlega hálfnað. Það sem farið er í á þessu námskeiði er meðal annars kynningar frá Vinnumálastofnun, Stéttarfélaginu Einingu – Iðju, Nordjob og Grófinni - geðrækt. Við bjóðum upp á 4 klst. námskeið í skyndihjálp og Verndari barna auk þess að leggja fyrir áhugasviðskönnun og sinna atvinnuleit hvort sem það er í leit af framtíðarstarfi eða sumarstarfi

26.01.2023

Þriðjudaginn 31. janúar förum við af stað með opna tíma fyrir þá sem vilja koma og fá aðstoð við ferilskrá gerð eða einstaklingsráðgjöf af einhverju tægi einnig er hægt að koma og fá aðstoð í atvinnu- og námsleit.

21.11.2022

Nú er námskeiði haustsins nýlokið. Að námskeiðinu stóðu Vinnumálastofnun og Virkið

Góð þátttaka var og var farið í ýmsa þætti sem styðja við einstaklinga í atvinnu- og námsleit.

Sem dæmi um hvað var gert var boðið upp á skyndihjálp, aðstoð við ferilskrá, kynning á Nordjobb, einstaklingsráðgjöf og kynning á markþjálfun. Þó nokkrir þátttakendur fengu vinnu á tímabilinu sem er gleðilegt. Almennt voru þátttakendur ánægðir með námskeiðið og töldu m.a. það gott að fá rútínu, hvatningu og stuðning.

Hægt er að óska eftir þjónustu hér á síðunni eða hafa beint samband við starfsfólk.

 

 

 

Hafðu samband

Netfang Virkisins: virkid@akureyri.is

 

Orri stefánsson - orri@akureyri.is

Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir – helgaberg@akureyri.is

Sími: 460 1244

 

English

Virkið is a youth consulting center and a collaboration between fourteen public service institutions in the Akureyri and Eyjafjörður area. The main goal is to help youths, ages 16-30 navigate their way in the public service system and help them with diverse issues such as employment, education, rehabilitation and other matters. Virkið offers personalized consultation with the goal of improving well being and encouraging participation in the community.

Virkið is located in Íþróttahöllin in Akureyri, where we have facilities so we can offer individual interviews, access to computers, assistance with creating a resume, finding employment, education and more.


Our opening hours are: Monday through Thursday 10:00-15:00

Picture of Virkið's sofacorner
Picture of Virkið's kitchen
Picture of Virkið's facilities

 

Síðast uppfært 12. febrúar 2024