Plast og plastmerkingar

Framleiðsla á plasti hefur aukist mikið á síðustu áratugum þar sem efnið er ódýrt, létt og auðvelt í framleiðslu. Þessi aukna fram­leiðsla og notk­un heims­byggð­ar­innar á plasti hefur leitt til þess að efnið er nú að finna í hverjum krók og kima jarð­ar­inn­ar. Plast er efni sem eyð­ist ekki í nátt­úr­unni heldur brotnar það einungis niður í smærri ein­ingar, þ.e. örplast. Til að framleiða plast er að mestu leyti notuð olía og jarðgas en einnig efni eins og kol, sellulósi, gas og salt. Olíuauðlindin er ekki endurnýjanleg sem þýðir að á einhverjum tímapunkti mun auðlindin klárast. Því er nauðsynlegt að fara vel með þessa verðmætu auðlind og eyða henni ekki í efni sem síðan er hent eftir eina notkun. Við þurfum að flokka plastið og koma því í endurvinnslu svo að hægt sé að nýta það plast sem þegar er búið að framleiða sem best. Eftir nokkrar umferðir af end­ur­vinnslu þarf því að fleygja plast­inu þar sem það mun taka margar aldir að brotna nið­ur. Ein plast­flaska mun t.d. lifa í ein­hverju formi á jörð­inni í að minnsta kosti 450 ár. 

Sjö tegundir plasts

Til að takast á við plastfaraldurinn þurfum við fyrst og fremst að minnka neyslu á plasti. Ýmsar plastumbúðir eru erfiðar í endurvinnslu og því er gott fyrir neytendur að þekkja slíkar umbúðir. Til að auðvelda neytendum lífið mælum við með eftirfarandi töflu um plastmerkingar sem fengin er frá Umhverfisstofnun. Til að hægt sé að flokka umbúðir rétt þurfa þær að vera merktar á viðeigandi hátt. Merkin eru ýmist númer eða skammstöfun en samband númers og plasttegundar má sjá í töflu hér að neðan. Plasti er skipt upp í 19 tegundir sem númeraðar eru frá 1 upp í 7. Innan flokks nr. 7 rúmast 13 tegundir og hentar sá flokkur því illa til endurvinnslu. Nauðsynlegt er að vera meðvitaður um plastmerkingarnar, skoða umbúðirnar af afurðunum sem ætlað er að kaupa og síðan þarf að reyna að velja rétt.

Plastmerkingar

(Umhverfisstofnun, https://samangegnsoun.is/plast/ )