- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Smellið á bláa takkann hér fyrir neðan til að gera athugasemd við álagningu stöðvunarbrotagjalds
Sjá kynningarmyndband um gjaldskyldu á bílastæðum:
Mælt er með að notaðar séu rafrænar greiðsluleiðir í snjallsíma (app) til að greiða fyrir afnot af gjaldskyldum bifreiðastæðum. EasyPark (www.easypark.is) og Parka.is (www.parka.is) bjóða upp á slíka þjónustu á Akureyri. Viðskiptavinir bifreiðastæðasjóðs eru hvattir til að kynna sér vel notkunarskilmála á vefsíðum greiðslulausnanna. Eftirfarandi upplýsingar eru frá þessum fyrirtækjum:
EasyPark
Notaðu EasyPark appið þegar þú þarft að leggja á gjaldskyldum svæðum á Akureyri. Þú getur sótt appið gjaldfrjálst í App Store eða Google Play og skráð þig með símanúmerinu þínu og bílnúmeri. Með EasyPark er auðvelt að hefja, stöðva eða framlengja skráningu í stæði beint úr símanum þínum – sem þýðir að þú þarft aldrei aftur að leita að greiðsluvél.
Í appinu velur þú tímann sem þú reiknar með að vera í stæði, svo þú lendir aldrei aftur í því að borga óvart fyrir heilan dag.
Ef þú þarft meiri tíma en þú áætlaðir getur þú auðveldlega framlengt skráninguna þína í stæði í gegnum appið.
Ef þú kemur fyrr að bílnum en áætlað var getur þú stöðvað skráninguna og þannig borgar þú aðeins fyrir þann tíma sem þú notaðir. Einfalt og öruggt.
Fyrir frekari upplýsingar um EasyPark bendum við á vefsíðu okkar www.easypark.is. Þjónustugjöld skv. gjaldskrá Easypark
Parka.is
Nánari upplýsingar um skráningu í þjónustuna og niðurhal má finna á www.parka.is
Þegar því er lokið er hægt að nota þjónustuna á öllum gjaldskyldum svæðum á Akureyri með því að skrá bíl í stæði og velja rétt gjaldsvæði þegar bílnum er lagt og skrá úr stæði þegar ekið er burt.
Leiðbeiningar hvernig nota á lausnina má sjá á heimasíðu www.parka.is
þjónustugjöld skv. verðskrá Parka
Bæði greiðslu-öppin, Easypark og Parka, bjóða upp á þjónustu við fyrirtæki sem vilja greiða bílastæðagjöld fyrir starfsfólk sem þarf að leggja tímabundið í miðbænum á gjaldskyldutíma. Fyrirtækjum er bent á að kynna sér þau mál á vefsíðum þessara þjónustuaðila:
https://fyrirtaeki.parka.is/fyrirtaekjathjonusta/
Fyrirtæki geta einnig sent nánari fyrirspurnir beint á Parka eða Easypark gegnum þessa vefi.
Fyrirtækjum sem staðsett eru í miðbænum er bent á kaflann um fastleigukort hér neðar á síðunni ef þau vilja greiða bílastæðagjöld fyrir starfsfólk sitt á vinnutíma.
Þrír stöðumælar eru staðsettir í miðbæ Akureyrar, við Skipagötu, Túngötu og Gilsbakkaveg. Hægt er að greiða fyrir gjaldsvæði P1 og P2, bæði ótímabundin og tímabundin gjaldsvæði í öllum þremur stöðumælunum. Sjá nánari leiðbeiningar hér
Stæðiskort fyrir hreyfihamlaða veitir handhafa þess heimild til að leggja í sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða og leggja án endurgjalds í gjaldskyld bílastæði. Mikilvægt er að stæðiskortið sé ávallt sýnilegt í framrúðu við eftirlit. Kortinu skal komið fyrir innan í framrúðu þannig að gildistími á framhlið þess sé vel sýnilegur að utan.
Það eru sýslumenn sem gefa út stæðiskort fyrir hreyfihamlaða. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn og skila inn ásamt læknisvottorði og ljósmynd (passamynd). Sýslumaður leggur mat á umsókn um stæðiskort og gefur út stæðiskortið að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um útgáfu stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða nr. 1130/2016. Eyðublöð er hægt að nálgast á vefnum island.is/p-merki-staediskort.
Vakin er athygli á því að kortin eru gefin út að hámarki til tíu ára í senn. Kortin eru gefin út á einstakling en ekki bílnúmer.
Stöðvunarbrotagjöld eru tvenns konar. Annars vegar aukastöðugjöld sem lögð eru á bifreiðar ef ekki hefur verið greitt fyrir afnot gjaldskylds bílastæðis eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tima. Hins vegar eru stöðubrotsgjöld sem lögð eru á ökutæki vegna ólöglegra lagninga skv. nánari heimildum umferðarlaga.
Þetta gjald (sem í daglegu tali er kallað stöðumælasekt) er nú 3.090,- krónur. Að frádregnum 33% staðgreiðsluafslætti (ef greitt er innan þriggja virkra daga frá álagningu) er upphæðin 2.071,- krónur. Sé gjaldið ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það um 50%, úr 3.090,- krónum í 4.635,- krónur.
Stöðubrotsgjald er lagt á bifreið þegar stöðvað eða lagt er undir bannmerki, stöðvað á gangstétt, lagt við vinstri brún götu (á móti akstursstefnu) eða við aðrar nánar tilteknar aðstæður sbr. 109. grein umferðarlaga nr. 77/2019. Það er nú 20.000,- krónur en að frádregnum 33% staðgreiðsluafslætti (ef greitt er innan þriggja virkra daga frá álagningu) er það 13.400,- krónur. Sé gjald ógreitt 14 dögum eftir álagningu hækkar það um 50% í 30.000,- krónur
Krafa vegna aukastöðu- eða stöðubrotsgjalds er stofnuð á kennitölu bíleiganda (en umráðamanns, sé hann skráður í ökutækjaskrá). Krafan birtist í netbanka/bankaappi innan nokkurra mínútna eftir álagningu gjaldsins.
Ef greiðandi sektar er ekki eigandi eða umráðamaður þess bíls sem skráður er á sektarstrimil, þá er hægt að greiða eftir strimlinum í næsta banka eða í netbanka (ekki í bankaappi).
Til að greiða eftir sektarstrimli í netbanka skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Undir Greiðsluseðill (ekki millifærslur) skal slá inn greiðsluupplýsingar, sem finna má neðarlega á strimlinum, í þar til gerða reiti (Kennitala – Númer – Banki HB – Gjalddagi) og skrá kennitölu eiganda/umráðamanns í reit fyrir kennitölu greiðanda. Kennitalan er skráð neðst á strimilinn.
Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um brotalýsingar stöðubrotsgjalda.
Þinglýstir eigendur íbúða innan afmarkaðs reits (sjá uppdrátt af íbúakortasvæðum) geta fengið íbúakort hafi þeir skráð lögheimili í viðkomandi íbúð. Skilyrði er að ekki sé aðgangur að bifreiðastæði innan lóðar eða á auðveldan hátt ekki hægt að útbúa það. Leigjandi sem hefur lögheimili og námsmenn sem framvísa staðfestingu frá skóla og hafa búsetu í íbúð á svæðinu, geta fengið íbúakort með því að framvísa þinglýstum leigusamningi. Kortið veitir íbúum heimild til að leggja bifreið sinni á nánar tilgreindum gjaldskyldum stæðum innan þess svæðis sem kortið gildir fyrir. Aðeins má skrá eitt kort á hverja íbúð og á það skal skráð eitt bílnúmer, kortanúmer og gildistími. Sjá nánar í samþykkt um bifreiðastæðasjóð (X. kafli).
Sótt er um íbúakort hjá bifreiðastæðasjóði Akureyrarbæjar, á sérstöku umsóknareyðublaði í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Um er að ræða rafrænt kort, ekki þarf að setja merkingu á eða í ökutækið. Eftirlitskerfi stöðuvarða flettir bílnúmeri upp í rafrænni skrá.
Ef handhafi íbúakorts skiptir um bíl á gildistímanum eða vill breyta um bílnúmer á korti þarf hann að skrá nýtt bílnúmer rafrænt á íbúakortið. Slíka breytingu skal gera á umsóknareyðublaði í þjónustugátt.
Íbúakort gildir í eitt ár í senn og endurnýjast sjálfkrafa hjá íbúðareigendum og leigjendum með langtíma leigusamning. Fyrir leigjendur gildir kortið út leigutímann, ef leigutími er styttri en eitt ár. Handhafa íbúakorts ber að tilkynna bifreiðastæðasjóði, ef skilyrði fyrir útgáfu íbúakortsins eru ekki lengur uppfyllt vegna breyttra aðstæðna korthafa, svo sem vegna flutnings á lögheimili, sölu ökutækis eða annarra sambærilegra atvika. Slík tilkynning skal berast á uppsagnareyðublaði í þjónustugátt. Uppsögn tekur gildi næsta virka dag eftir að henni hefur verið skilað inn í þjónustugátt. Gjald vegna íbúakorts er ekki endurgreitt í heild eða að hluta þó því sé sagt upp.
Gjald fyrir útgáfu rafræns íbúakorts er nú 6.000,- krónur á ári. Gjaldið er hið sama þó gildistími íbúakorts sé styttri en eitt ár
Fastleigustæði eru gjaldskyld bifreiðastæði, þar sem heimilt er að leggja bifreiðum á skilgreindu fastleigusvæði ótímabundið. Fastleigustæði eru ekki sérmerkt þeim sem er með fastleigukort innan fastleigusvæðis.
Sótt er um fastleigukort hjá bifreiðastæðasjóði Akureyrarbæjar, á sérstöku eyðublaði umsóknareyðublaði í þjónustugátt á þjónustugátt Akureyrarbæjar. Um er að ræða rafrænt kort, ekki þarf að setja merkingu á eða í ökutækið. Eftirlitskerfi stöðuvarða flettir bílnúmeri upp í rafrænni skrá.
Uppsögn fastleigukorts skal vera skrifleg og fer fram á uppsagnareyðublaði í þjónustugátt. Uppsögn tekur gildi um næstu mánaðamót eftir að henni hefur verið skilað inn í þjónustugátt.
Fastleigukort tekur gildi næsta virka dag eftir að krafa vegna þess hefur verið greidd í heimabanka. Kortið endurnýjast mánaðarlega þar til því hefur verið sagt upp af handhafa kortsins. Sé mánaðarlegt gjald ekki greitt á eindaga fellur kortið úr gildi. Heimilt er að úthluta öðrum aðila kortanúmeri sé krafa enn ógreidd 10 dögum eftir eindaga.
Fyrir fastleigustæði er greitt leigugjald sem bæjarráð ákveður í gjaldskrá bifreiðastæðasjóðs. Tvö fastleigusvæði eru í boði. Á svæði F1 við Skipagötu og Hofsbót er gjaldið nú 12.000,- krónur á mánuði. Á svæði F2 við Túngötu er gjaldið nú 6.000,- krónur á mánuði.