Vinnuskólinn fagnaði góðum árangri í sumar

Síðastliðinn fimmtudag 15. júlí var haldið sumarball fyrir ungmenni Vinnuskólans.

Yfir 200 ungmenni létu sjá sig og skemmtu sér konunglega í Síðuskóla. 

Fyrstu gestir mættu fyrir kl 20:30 og þau allra hörðustu voru alveg til 23:30 þegar ballinu formlega lauk.

DJ Stórleikurinn hélt uppi stuði í skólanum með stakri prýði ásamt leyniatriði sem slóg rækilega í gegn.

Flokkstjórar tóku virkan þátt og sáu um ýmis störf á ballinu.

 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan