Sumar 2021 hjá Vinnuskóla Akureyrar

Það er óhætt að segja að einn ljúfra sumarboða, Vinnuskólinn, sé kominn á fullt. Árangurinn lætur ekki á sér standa og hefur verið unnið mikið þrekvirki um allan bæ. Ríflega 650 ungmenni sóttu um í Vinnuskóla Akureyrar í sumar sem er á svipuðu reiki og í fyrra.

Tímafjöldi

Tímafjöldi hjá starfsfólki Vinnuskólans fer eftir aldri. 14 ára börnum (fædd 2007) stendur til boða 105 klukkustundir í sumar en 15 ára geta unnið í 120 tíma. 16 ára eiga kost á 140 tíma vinnu en elsta árganginum, 17 ára, stendur til boða 200 klukkustunda vinna í sumar. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildartímann.

Starfstímabilið

Starfstímabilið hjá 14 og 15 ára er 09. júní - 12. ágúst. Hjá 16 ára er tímabilið frá 09. júní - 12. ágúst og skiptist í tvö tímabil. Það fyrra er frá 09. júní - 13. júlí og það seinna 13. júlí - 12. ágúst. 
Hjá 17 ára er tímabilið frá 01. júní - 20. ágúst og skiptist einnig í tvö tímabil. Það fyrra er frá 01. júní - 12. júlí og það seinna 06. júlí - 20. ágúst

Vinnutími

Vinnutími hjá 14 og 15 ára er 3,5 klst. á dag. 14 ára vinna frá 12:15 - 15:45 og 15 ára vinna frá 08:00 - 11:30 (mánudag til föstudags). Vinnutími 16 ára er 6 klst. á dag og hjá 17 ára er það 7 klst. á dag (mánudag til föstudags)

Hér eru nánari upplýsingar um Vinnuskólann.

Ungu fólki tryggð sumarvinna með átaki

Ríflega 100 umsóknir hafa borist frá ungmennum um atvinnuátaksverkefni á Akureyri, bæði um störf í sérstöku átaki á vegum sveitarfélagsins og átaki í samvinnu við Vinnumálastofnun. Unnið er að því að klára ráðningar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan