Engin vinna eftir hádegi, föstudaginn 30. júlí

Engin vinna er hjá Vinnuskólanum eftir hádegi á morgun, föstudaginn 30. júlí.

Báðir hóparnir mæta því saman fyrir hádegi frá klukkan 08:00 - 11:30 á sína starfstöð.

Til minnis er einnig frídagur á mánudaginn næstkomandi og er því fyrsti dagur í vinnu eftir helgi á þriðjudaginn.

Verið er að senda út tilkynningu á foreldra í tölvupósti og hafa flokkstjórar tilkynnt hópunum um slíkt.

Ósk okkar er sú að slíkt gefi færi á að fjölskyldan geri eitthvað saman og nýti þessa langa helgi.

Njótið helgarinnar og hugum að heilsunni 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan