Útboð á skólaakstri fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar

Mynd eftir Ben Wicks á Unsplash
Mynd eftir Ben Wicks á Unsplash

Óskað er eftir tilboðum í akstur nemenda á milli skóla og íþróttamannvirkja, auk aksturs til og frá Hlíðarskóla.

Samningstími er frá 20. ágúst 2024 til 19. ágúst 2028.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með 19. apríl 2024.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil og ekki á að velja umboð fyrir fyrirtæki í innskráningunni heldur persónuna sjálfa.

Hægt er að nálgast útboðsgögnin með því að smella HÉR!

Tilboðum skal skilað rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl. 10:50 þann 27. maí 2024 og verða tilboð opnuð sama dag kl. 11:00 í fundarsal á 2. hæð í Geislagötu 9 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess kjósa.

 

Nánari upplýsingar um framkvæmd útboðsins eða útboðsgögn veitir Hrafnhildur Sigurðardóttir (hrafnhildursig@akureyri.is) á fjársýslusviði Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan