Byggingalistaverðlaun Akureyrarbæjar - viðurkenningar frá árinu 2000

Byggingalistaverðlaun Akureyrarbæjar

Bæjarráð Akureyrarbæjar veitir árlega viðurkenningu Húsverndarsjóðs og viðurkenningu fyrir byggingalist og er það tilkynnt á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta. Hér að neðan er yfirlit yfir viðurkenningar fyrir byggingalist.

2000

Hindarlundur 9 (Logi Einarsson, Kollgáta), Giljaskóli (Fanney Hauksdóttir, AVH), Strandgata 3 (Baldur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson, Úti Inni arkitektastofa, og Logi Már Einarsson, Kollgáta), tengivirkishús á Rangárvöllum (Gísli Kristinsson og Páll Tómasson, arkitektur.is)

2001

Engin viðurkenning veitt þetta ár.

2002

Engin viðurkenning veitt þetta ár.

2003

Viðbyggingar við Oddeyrarskóla, einbýlishús við Miðteig og Mosateig og fjölbýlishús við Mýrarveg (Ágúst Hafsteinsson).

2004

Engin viðurkenning veitt þetta ár.

2005

Viðbygging Amtsbókasafnsins á Akureyri (Guðmundur Jónsson).

2006

Kartöflugeymslan í Grófargili (Logi Már Einarsson, Kollgáta).

2007

Svanur Eiríksson, arkitekt – ævistarf.

2008

Engin viðurkenning var veitt þetta ár.

2009

Breytingar á versluninni Eymundsson Hafnarstræti 91-93  (Valdimar Harðarson og Steinunn Guðmundsdóttir Arkitektastofan ASK).

2010

Stöðvarhús Norðurorku í Glerárgili (Ágúst Hafsteinsson), Helgamagrastræti 3 fyrir viðbyggingu við Helgamagrastræti 3 (Logi Már Einarsson og Ingólfur Freyr Guðmundsson,Kollgáta). 

2011

Þrumutún 4 (Tommie Wilhelmsen).

2012

Háskólinn á Akureyri 4.áfangi – (Sigurður Halldórsson, Gláma Kím).

2013

Kaffihúsið í Lystigarðinum, (Ingólfur Freyr Guðmundsson & Logi Már Einarsson, Kollgáta), Menningarhúsið Hof (Sigurður Hallgrímsson Arkþing).

2014

Háskólinn á Akureyri –heildarútlit og áhugaverða heildarmynd háskólasvæðisins – (Sigurður Halldórsson,Gláma Kím).

2015

Íþróttamiðstöðin í Hrísey (Ingólfur Freyr Guðmundsson & Logi Már Einarsson,Kollgáta).

2016

Haukur Viktorsson – fyrir þann þátt í ævistarfi hans sem snýr að Akureyri.

2017

Fanney Hauksdóttir - fyrir hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð

2018

Jón Geir Ágústsson - fyrir þann þátt í ævistarfi hans sem snýr að Akureyri.

2019

Arkitektastofan Kurt og Pí ehf. fyrir stækkun og endurbætur á Listasafninu á Akureyri.

2020

Anna Margrét Hauksdóttir, arkitekt FAÍ, AVH ehf. og Bergfesta byggingarfélag fyrir útfærslu fjölbýlishúsa við Halldóruhaga 8, 10, 12 og 14.

2021

Risto Karjalainen, Hús Votta Jehóva við Sjafnarstíg

2022

Gísli Jón Kristinsson – fyrir ævistarf í þágu byggingalistar á Akureyri

2023

Enginn. Ákveðið að veita viðurkenningu annað hvert ár.

Síðast uppfært 02. janúar 2024