Velferðarráð

1383. fundur 13. mars 2024 kl. 14:00 - 15:38 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Hólmgeir Karlsson
  • Guðbjörg Anna Björnsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Hanna Rún Hilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Hanna Rún Hilmarsdóttir fundarritari
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og varamaður boðuðu forföll.

1.Stuðningsþjónustan - húsnæðismál

Málsnúmer 2023100303Vakta málsnúmer

Umræða um húsnæði fyrir stuðnings- og stoðþjónustu bæjarins.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu og Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

2.Næring eldra fólks

Málsnúmer 2023120452Vakta málsnúmer

Liður 12 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði málinu til velferðarráðs.

Sandra Ásgrímsdóttir sat fundinn og kynnti rannsókn sína á næringu eldra fólks. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar Söndru fyrir áhugaverða og fróðlega kynningu.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 - greiningar- og þjálfunarheimili

Málsnúmer 2024030371Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna reksturs greiningar- og þjálfunarheimilis í 8 mánuði.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram og vísað til seinni umræðu.

4.Barnaverndarþjónusta - samningur við Þingeyinga

Málsnúmer 2024030466Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi um barnaverndarþjónustu við fjögur sveitarfélög í Þingeyjarsýslu.

Fundi slitið - kl. 15:38.