Næring eldra fólks

Málsnúmer 2023120452

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 33. fundur - 13.12.2023

Eva Björg Guðmundsdóttir kynnti niðurstöður rannsóknar Söndru Ásgrímsdóttur sem gerð var á næringarástandi eldra fólks í sjálfstæðri búsetu á Akureyri og nágrenni. Rannsóknin var gerð á vegum Háskólans á Akureyri í samstarfi við heimahjúkrun Heilbrigðistofnunar Norðurlands.
Öldungaráð þakkar Evu fyrir kynninguna. Öldungaráð fagnar því að þessi þarfa rannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðurnar eru sláandi en þær sýna meðal annars að 36% einstaklinga í sjálfstæðri búsetu á Akureyri sem fá þjónustu frá heimahjúkrun HSN eru með ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu. Öldungaráð hvetur til frekari rannsókna og þekkingaröflunar á þessu mikilvæga sviði.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Liður 4. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. desember 2023:

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 32. og 33. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsettar 8. nóvember og 13. desember 2023.

Bæjarráð vísar lið 2 í fundargerð nr. 33 varðandi næringu eldra fólks til fræðslu- og lýðsheilsuráðs og hvetur til þess að ráðið skoði hvort að tækifæri séu til úrbóta er varðar næringu eldra fólks, t.a.m. með fræðslu eða öðrum stuðningi.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til velferðarráðs.

Velferðarráð - 1383. fundur - 13.03.2024

Liður 12 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði málinu til velferðarráðs.

Sandra Ásgrímsdóttir sat fundinn og kynnti rannsókn sína á næringu eldra fólks. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar Söndru fyrir áhugaverða og fróðlega kynningu.