Ungmennaráð

40. fundur 31. maí 2023 kl. 16:00 - 18:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Elva Sól Káradóttir
  • Erika Arna N. Sigurðardóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Freyja Dögg Ágústudóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ungmennaskiptaverkefni

Málsnúmer 2022080054Vakta málsnúmer

Hafsteinn fór yfir upplýsingar varðandi ungmennaskiptaverkefni Erasmus til Litháen síðar í sumar. Rætt var hverjir ætla að fara, þeir fulltrúar sem sýndu þessu áhuga og sögðust ætla að kanna það nánar voru Ásta, Felix, Haukur, Heimir, Lilja og Telma en laus pláss eru fyrir 10 manns.

2.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Síðasti fundur fyrir sumarfrí. Óskað var eftir ábendingum um hvernig starfið undanfarna mánuði væri búið að vera, spurningar því til grundvallar voru, hvað var vel gert, hvað mætti betur fara, hvað gætu fulltrúar ráðsins tekið til sín og starfsmenn tekið til sín?

Umræðurnar voru virkilega opnar, góðar og uppbyggilegar sem klárlega verður unnið með áfram fyrir t.d. gerð vinnusáttmála fyrir ráðið, í tengslum við næstu kosningar og móttöku nýrra fulltrúa í kjölfarið.

3.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Aðstoðarmaður bæjarstjóra hafði samband fyrir hönd bæjarstjóra, formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar og boðaði til samráðsfundar með ungmennaráði varðandi aðkomu þeirra að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2024-2027. Fundurinn var dagsettur viku seinna og var uppsetning hans hugsuð sem stutt kynning út frá 3-4 fyrirframgefnum vinnuspurningum og svo samræður í kjölfarið. Fulltrúar ungmennaráðsins fögnuðu því að verið væri að bjóða þeim að borðinu í jafn mikilvægt verkefni en fannst að sama skapi að fyrirvarinn væri afar stuttur. Því var komið á framfæri en jafnframt var ákveðið að hefjast tafarlaust handa við að vinna kynninguna og hafa þá niðurstöður Stórþings ungmenna og málefni frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins henni til grundvallar.

Fundi slitið - kl. 18:00.