Fasteignir - viðhald 2023

Málsnúmer 2023080471

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 145. fundur - 05.09.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 25. ágúst 2023 vegna þeirra stóru viðhaldsverkefna sem hafa komið upp og stöðu þeirra.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 150.000.000 á liðinn viðhald fasteigna Akureyrarbæjar vegna stórra verkefna í ófyrirséðu viðhaldi sem komu upp á þessu ári og aðlögunar skólahúsnæðis í tengslum við fjölgun leikskólaplássa.

Bæjarráð - 3819. fundur - 14.09.2023

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. september 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 25. ágúst 2023 vegna þeirra stóru viðhaldsverkefna sem hafa komið upp og stöðu þeirra.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 150.000.000 á liðinn viðhald fasteigna Akureyrarbæjar vegna stórra verkefna í ófyrirséðu viðhaldi sem komu upp á þessu ári og aðlögunar skólahúsnæðis í tengslum við fjölgun leikskólaplássa.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista greiðir atkvæði gegn ákvörðun bæjarráðs og óskar bókað ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista:

Miðað við verklagsreglur vegna viðauka er ekki eðlilegt að óska eftir viðauka í öllum þessum liðum, enda segir í verklagsreglum að viðauka við fjárhagsáætlun skuli ekki gera til að leiðrétta í fjárhagsáætlun, útgjöld í rekstri eða fjárfestingar sem þegar hefur verið stofnað til. Í þessu tilfelli er þó um mikilvægar framkvæmdir að ræða, sem við hefðum samþykkt, en leggjum áherslu á að mikilvægt er að óska eftir heimildinni fyrirfram, ekki eftirá.