Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

220. fundur 01. febrúar 2013 kl. 09:25 - 10:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista boðaði forföll á fundinn.

1.Efniskaup FA 2012-2013

Málsnúmer 2012040031Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 29. janúar 2013 um efniskaupasamningana.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að nýta framlengingarákvæði samninganna um eitt ár.

2.Skjaldarvík - leiga húsnæðis

Málsnúmer 2004010122Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka við húsaleigusamning Concept dags. 26. janúar 2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sigríður María Hammer L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Sigríður María Hammer L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir viðaukann við samninginn.

3.Þórunnarstræti 99 - skammtímavistun fyrir fatlaða

Málsnúmer 2012090189Vakta málsnúmer

Rætt um stöðuna á væntanlegum framkvæmdum.

4.Aðstaða fyrir Golfklúbb Akureyrar í Íþróttahöllinni - golfhermir

Málsnúmer 2012050172Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 31. janúar 2013 vegna framkvæmdanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdina skv. framlögðum gögnum og að fjárveiting til verkefnisins verði tekin af nýframkvæmdaáætlun ársins 2013.

5.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
KA svæði gervigrasvöllur: 5. fundur verkefnisliðs dags. 29. janúar 2013.
Naustaskóli 2. áfangi: SS Byggir ehf: 36. verkfundur dags. 15. janúar 2013.

Fundi slitið - kl. 10:20.