Stjórn Akureyrarstofu

191. fundur 25. júní 2015 kl. 16:15 - 20:00 Arkitektastofan Kollgáta - Kaupvangsstræti
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála
  • Skúli Gautason framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.

1.Menningarfélag Akureyrar - samrekstur LA, MH og SN

Málsnúmer 2014070163Vakta málsnúmer

Fulltrúar Menningarfélags Akureyrar, Sigurður Kristinsson stjórnarformaður og Gunnar Ingi Gunnsteinsson framkvæmdastjóri, komu á fundinn og greindu frá reynslu af rekstri félagsins fyrstu mánuðina frá stofnun þess.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurði og Gunnari fyrir komuna.

2.17. júní hátíðahöld

Málsnúmer 2015020072Vakta málsnúmer

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu kom á fundinn og flutti greinargerð um hátíðahöld 17. og 19. júní.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Huldu Sif fyrir komuna.

Fundi slitið - kl. 20:00.