Stjórn Akureyrarstofu

241. fundur 16. nóvember 2017 kl. 16:15 - 19:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Sigfús Arnar Karlsson varaformaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu
Dagskrá

1.Menningarfélag Akureyrar - MAk - ársreikningur 2017

Málsnúmer 2017110026Vakta málsnúmer

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk mætti á fundinn og fór yfir ársskýrslu og ársreikning MAk 2016 - 2017.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði fyrir mjög greinargóða kynningu á ársreikningi og ársskýrslu. Jafnframt lýsir stjórn Akureyrarstofu yfir sérstakri ánægju með viðsnúning í rekstri félagsins og óskar stjórn og starfsfólki til hamingju með þann árangur sem náðst hefur.

2.Íslensku sumarleikarnir 2017

Málsnúmer 2017060153Vakta málsnúmer

Davíð Rúnar Gunnarsson og Axel Ernir Viðarsson frá Viðburðastofu Norðurlands mættu á fundinn og fóru yfir framkvæmd hátíðarinnar Einnar með öllu og Íslensku sumarleikanna 2017 um verslunarmannahelgina. Einnig var farið yfir hugmyndir um framtíð Íslensku vetrarleikanna.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Davíð og Axel fyrir komuna og greinargóða kynningu á verkefnunum.

3.Listasafnið - sýningaráætlun 2018

Málsnúmer 2017110162Vakta málsnúmer

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og fór yfir sýningaráætlun safnsins 2018 en í júní á næsta ári mun safnið opna aftur eftir gagngerar breytingar og endurnýjun.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með sýningaráætlun næsta árs og þakkar Hlyni greinargóða kynningu.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2018

Málsnúmer 2017060006Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og þær breytingar sem hafa orðið á henni eftir fyrri umfjöllun í bæjarstjórn.
Starfsmönnum falið að yfirfara tiltekin atriði í áætluninni í samræmi við umræður á fundinum.

5.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun saminga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að endurnýja þarf samning við Menningarfélag Akureyrar um starfsemi Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar og skipa þarf fulltrúa úr stjórn til viðræðna við félagið.
Stjórn Akureyrarstofu skipar Unnar Jónsson formann stjórnar Akureyrarstofu til viðræðna við stjórn MAk en með honum munu vinna deildarstjóri Akureyrarstofu og sviðsstjóri samfélagssviðs.

Fundi slitið - kl. 19:30.