Skólanefnd

13. fundur 01. september 2014 kl. 14:00 - 17:08 Síðuskóli
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista sat fundinn í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat fundinn í forföllum Siguróla Magna Sigurðssonar.
Anna Ragna Árnadóttir fulltrúi leikskólastjóra sat fundinn í forföllum Kristlaugar Svavarsdóttur.

1.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Skólanefnd heimsótti Síðuskóla og leikskólann Krógaból. Gengið var um húsnæði skólanna og starfsemin kynnt. Um kynninguna sáu skólastjórar skólanna Ólöf Inga Andrésdóttir í Síðuskóla og Anna Ragna Árnadóttir á Krógabóli.

2.Fræðslustjóri - uppsögn og ráðning

Málsnúmer 2014060018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri mætti á fundinn og fór yfir ráðningarferlið. Hann lagði fram tillögu sína og formanns skólanefndar um að Soffía Vagnsdóttir verði ráðin í stöðu fræðslustjóra.

Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista yfirgaf fundinn kl. 15:55.

3.Mötuneyti leik- og grunnskóla

Málsnúmer 2014050004Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu 7 mánuði ársins vegna reksturs mötuneyta leik- og grunnskóla.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070179Vakta málsnúmer

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista yfirgaf fundinn kl. 16:25.

5.Starfsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070180Vakta málsnúmer

Unnið að gerð starfsáætlunar 2015.

6.Stjúptengsl - fyrir fagfólk

Málsnúmer 2014080148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júlí 2014 frá Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa, MA.
Erindið er kynning á námskeiði sem er ætlað fagfólki sveitarfélaga sem vinnur með börnum og ungmennum sem og fjölskyldum þeirra. Námskeiðið ber heitið: Stjúptengsl - fyrir fagfólk.
Þá er boðið upp á frekari kynningu á námskeiðinu fyrir skólanefndarfólk.

Skólanefnd vísar erindinu til leik- og grunnskóla til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:08.