Fræðslustjóri - uppsögn úr starfi

Málsnúmer 2014060018

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 10. fundur - 30.06.2014

Fræðslustjóri Akureyrarbæjar, Gunnar Gíslason hefur með bréfi dagsettu 2. júní 2014 sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara. Ástæða uppsagnar er að hann hefur verið kjörinn bæjarfulltrúi á Akureyri.
Skólanefnd þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf. Jafnframt óskar skólanefnd eftir því að starfið verði auglýst sem fyrst.

Skólanefnd - 12. fundur - 18.08.2014

Bæjarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir umsóknum um stöðu fræðslustjóra og áætluðu ráðningarferli.

Skólanefnd - 13. fundur - 01.09.2014

Bæjarstjóri mætti á fundinn og fór yfir ráðningarferlið. Hann lagði fram tillögu sína og formanns skólanefndar um að Soffía Vagnsdóttir verði ráðin í stöðu fræðslustjóra.

Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.