Fjárhagsáætlun 2014 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2013080061

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 11. fundur - 12.08.2013

Á fundinum var rætt um forsendur og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

Skólanefnd - 13. fundur - 26.08.2013

Á fundinum var rætt um forsendur og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014. Lögð var fram útgönguspá fyrir árið 2013 og hugsanleg útfærsla á áætlun fyrir árið 2014 með tilliti til þess ramma sem bæjarráð hefur samþykkt fyrir málaflokkinn.

Skólanefnd telur að sá fjárhagsrammi sem bæjarráð hefur gert tillögu um til reksturs málaflokksins muni nægja miðað við óbreyttar forsendur.

Skólanefnd - 15. fundur - 16.09.2013

Á fundinum var farið yfir stöðuna við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2014.

Skólanefnd - 16. fundur - 30.09.2013

Kristín Jóhannesdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi boðuðu forföll.
Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2014. Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur ársins rúmist innan útgefins ramma sem er kr. 5.045.701.000. Í tillögunni felst að gjaldskrár hækki um 6% frá næstu áramótum og að þjónustustig skólanna verði með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár. Þá er gert ráð fyrir því að taka upp hærra gjald í leikskólum umfram 8 klukkustunda dvöl á dag.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 ásamt tillögum að breytingum á gjaldsskrám og vísar henni til bæjarráðs.

Skólanefnd - 19. fundur - 02.12.2013

Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2014 til seinni umræðu í skólanefnd. Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur ársins rúmist innan útgefins ramma. Í tillögunni felst að gjaldskrár hækki um 6% frá næstu áramótum og að þjónustustig skólanna verði með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.

Skólanefnd - 20. fundur - 16.12.2013

Lögð fram til kynningar ný útfærsla á fjárhagsáætlun 2014 þar sem tekið hefur verið tillit til þess að bæjarráð ákvað á fundi sínum 5. desember sl. að draga til baka 6% hækkun á vistunargjöldum leikskóla.