Skólanefnd

20. fundur 04. júlí 2011 kl. 14:00 - 14:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Þorvaldur Sigurðsson
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Skólastjóri Glerárskóla

Málsnúmer 2011050063Vakta málsnúmer

Umsækjendur um stöðu skólastjóra voru fjórir. Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal mánudaginn 27. maí sl. Fræðslustjóri og skólanefnd ásamt Trausta Þorsteinssyni lektor við HA sáu um viðtölin og vann Trausti svo úr þeim.
Eftir að hafa farið yfir niðurstöður viðtala, innsend gögn og ummæli meðmælenda, er gerð tillaga um að Eyrún Halla Skúladóttir verði ráðin skólastjóri Glerárskóla frá og með 1. ágúst 2011.

Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

2.Forfallakennsla í grunnskólum

Málsnúmer 2011060103Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. júní 2011 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að á síðasta skólaári hafi ráðuneytinu borist upplýsingar og ábendingar um að forfallakennslu í grunnskólum hafi víða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti.
Ráðuneytið vill með erindi þessu vekja athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög og skólar forgangsraði í þágu grunnmenntunar og velferðar barna og skerði ekki lögbundinn kennslutíma nemenda.
Ráðuneytið hvetur þess vegna grunnskóla til að taka skipulag forfallakennslu til umfjöllunar í skólaráðum.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að afla upplýsinga um það hve margar kennslustundir voru felldar niður vegna forfalla á sl. skólaári og skiptingu þeirra milli greina.

3.Ósk um breytingu á skóladagatali Naustatjarnar

Málsnúmer 2011040147Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. júní 2011 frá skólastjóra Naustatjarnar. Óskað er eftir breytingu á skóladagatali leikskólans fyrir næsta starfsár. Breytingar fela það í sér að færa kennarafund sem áætlaður var eftir hádegi 26. ágúst til 22. ágúst ásamt því að fá að loka leikskólanum einnig fyrir hádegi þennan dag vegna námskeiðs sem áætlað er allan daginn í Jákvæðum aga, en leikskólinn er í samstarfi við Naustaskóla um þetta verkefni. Leitað hefur verið samþykkis foreldraráðs og liggur það fyrir.
Þá er óskað eftir því að skipulagsdagur 5. mars verði fluttur til 18. apríl, til þess að ná samfelldri þriggja daga lokun leikskólans svo tækifæri gefist fyrir starfsmenn leikskólans til að fara í náms- og kynnisferð sem staðið hefur til um nokkurt skeið að fara í.

Skólanefnd samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:40.