Skólastjóri Glerárskóla - uppsögn

Málsnúmer 2011050063

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 16. fundur - 16.05.2011

Bréf dags. 11. maí 2011 frá Úlfari Björnssyni skólastjóra í Glerárskóla, þar sem hann segir upp stöðu sinni sem skólastjóri og óskar lausnar frá starfi þann 1. ágúst 2011.

Skólanefnd þakkar Úlfari fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Skólanefnd felur fræðslustjóra að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar.

Skólanefnd - 19. fundur - 20.06.2011

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Glerárskóla rann út þann 12. júní 2011.
Alls bárust 4 umsóknir.
Umsækjendur eru: Aðalbjörg María Ólafsdóttir, Bergljót Kristín Ingvadóttir, Eyrún Halla Skúladóttir og Þuríður Óttarsdóttir.

Skólanefnd - 20. fundur - 04.07.2011

Umsækjendur um stöðu skólastjóra voru fjórir. Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal mánudaginn 27. maí sl. Fræðslustjóri og skólanefnd ásamt Trausta Þorsteinssyni lektor við HA sáu um viðtölin og vann Trausti svo úr þeim.
Eftir að hafa farið yfir niðurstöður viðtala, innsend gögn og ummæli meðmælenda, er gerð tillaga um að Eyrún Halla Skúladóttir verði ráðin skólastjóri Glerárskóla frá og með 1. ágúst 2011.

Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.