Skipulagsnefnd

108. fundur 09. febrúar 2011 kl. 08:00 - 11:10 Fundarsalur bæjarstjórnar, Geislagötu 9.

 

108. fundur.

Árið 2011, miðvikudaginn9. febrúar kl. 08:00 kom skipulagsnefnd saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Geislagötu 9.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Helgi Snæbjarnarson, Eva Reykjalín Elvarsdóttir, Haraldur Sveinbjörn Helgason, Auður Jónasdóttir og Pálmi Gunnarsson. Einnig voru mættir eftirtaldir starfsmenn Akureyrarbæjar: Leifur Kristján Þorsteinsson og Pétur Bolli Jóhannesson.

Fundarritari var Leifur Kristján Þorsteinsson

 

Fyrir var tekið:

 

1.

Miðbær norðurhluti. Breyting á deiliskipulagi, Hólabraut - Laxagata.

SN110012

Í framhaldi af máli BN100248 lagði skipulagsstjóri fram í samráði við formann skipulagsnefndar, tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar. Tillagan er unnin af X2 skipulagi og hönnun dags. 7. febrúar 2011.

Frestað.

Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði fundur með íbúum við Hólabraut og Laxagötu þar sem framlögð tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði kynnt.

 

2.

Gatnagerðargjöld. Endurskoðun á gjaldskrá 2011.

SN110013

Skipulagsstjóri lagði fram í samráði við formann skipulagsnefndar tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri.

Tillagan er unnin með bæjarlögmanni og fjármálastjóra en þar er lagt til að veittur verði tímabundinn 20% afsláttur af gatnagerðargjaldi frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2012.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

 

3.

Skipulagslög - breyting. Umsögn um breytingar á skipulagslögum.

SN110011

Erindi dags. 25. janúar 2011 frá Kristjönu Benediktsdóttur f.h. umhverfisnefndar  Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki til þess fallna að auka skilvirkni varðandi staðfestingu á aðalskipulagi eða á aðalskipulagsbreytingu telji Skipulagsstofnun að synja beri tillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir valdsframsali af hálfu ráðherra. Samkvæmt breytingartillögunni getur ráðherra samt sem áður fellt úr gildi aðalskipulag eða aðalskipulagsbreytingu að loknum tímafresti sem gefinn er í frumvarpinu. Að því leyti hefur frumvarpið takmarkað gildi.

Skipulagsnefnd er þó sammála því að rétt sé að setja tímafrest á ákvörðun ráðherra en telur að fyrrgreindur tímafrestur sé of knappur og leggur því til að frestur ráðherra til að afgreiða tillögur þar sem Skipulagsstofnun fer fram á synjun verði þrír mánuðir frá því ráðuneyti berst tillaga.

Í gildandi skipulagslögum hefur Skipulagsstofnun þrjár vikur til að afgreiða skipulagstillögur sem er lengri tími en var í eldri lögum.

Því er lagt til að Skipulagsstofnun verði settur 7 daga frestur frá móttöku á deiliskipulagi til að tilkynna sveitarstjórn ef hún hyggst taka deiliskipulag til frekari skoðunar. Ef sveitarstjórn berst ekki slík tilkynning innan frestsins verði henni heimilt að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.

 

4.

Gámasvæði vegna sorpflokkunar. Leyfi fyrir staðsetningu.

SN100113

Erindi dags. 7. febrúar 2011 frá Helga Má Pálssyni f.h. framkvæmdadeildar þar sem hann óskar eftir leyfi til að setja niður grenndargáma til sorpflokkunar á eftirtöldum stöðum á Akureyri.

 

Á verslunarlóðum:

1) Sunnuhlíð 12. Meðfylgjandi er samþykki stjórnar húsfélags eigenda í tölvupósti dags. 4. febrúar 2011.

2) Langholt 1 - Bónus. Meðfylgjandi er samþykki eigenda hússins í tölvupósti dags. 7. febrúar 2011. Einnig liggur fyrir samþykki rekstraraðila (Bónus).

 

Á svæði Akureyrarkaupstaðar:

3) Bugðusíða v/ gæsluvöll.

4) Merkigil á opnu bílastæði við spennivirki. Meðfylgjandi er umsögn Norðurorku dags. 7. febrúar 2011 þar sem gerð er tillaga um aðra staðsetningu gámanna.

Skipulagsnefnd heimilar staðsetningu grenndargáma til sorpflokkunar til eins árs á grundvelli gr. 71.2 í byggingarreglugerð samkvæmt tillögum framkvæmdadeildar en með því fráviki sem fram kemur í lið 4.

 

5.

Flatasíða 6. Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.

BN110025

Erindi dags. 27. janúar 2011 þar sem Guðlaugur Óli Þorláksson og Aðalbjörg Þórólfsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir hækkun á þaki yfir hluta hússins að Flatasíðu 6.  Meðfylgjandi er bréf með nánari skýringum og ljósmyndum af nágrannahúsum. Einnig fylgja tillöguteikningar eftir Aðalgeir T. Stefánsson.

Skipulagsnefnd synjaði sambærilegu erindi, BN080357, á fundi 26. nóvember 2008.

 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem ekkert nýtt hefur komið fram í málinu og vísar til fyrri bókunar nefndarinnar.

 

6.

Umferðarmál við Mýrarveg. Erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa.

SN110010

Bæjarráð hefur þann 20. janúar 2011 vísað til skipulagsnefndar 3. lið fundargerðar úr viðtalstíma bæjarfulltrúa. Þar talar Skúli Flosason, Mýrarvegi 117, um að engin biðskylda sé af Kambsmýri inn á Mýrarveg og séKambsmýrin þar með eina gatan inn á Mýrarveg sem ekki þarf að lúta biðskildu. Eins vill hann að merki um botnlanga verði sett upp á horninu. Sjá nánar í fundargerð.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Mýrarveg sem samþykkt var 29. september 2008 er gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum á Mýrarvegi s.s. þrengingum sem stuðla að minni umferðarhraða í götunni. Einnig er gert ráð fyrir að gatnamótum Mýrarvegar og Kambsmýrar verði lyft upp til að draga úr umferðarhraða. Þá er gert ráð fyrir biðskyldu við botnlanga Mýrarvegar 115-117 þar sem Kambsmýrin er ráðandi leið inn á Mýrarveg samkvæmt deiliskipulaginu.

Með þessum aðgerðum telur skipulagsnefnd að umferðaröryggi íbúa við Mýrarveg 115-117 sé tryggt.

Að öðru leyti er erindinu vísað til afgreiðslu framkvæmdaráðs.

 

7.

Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis. Deiliskipulag.

SN110016

Að beiðni formanns skipulagsnefndar er óskað eftir að vinna við deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar lagningar Dalsbrautar verði hafin.

Meirihluti skipulagsnefndar felur skipulagsstjóra að setja í gang vinnu við deiliskipulag Dalsbrautar.

Jafnframt skipar nefndin Helga Snæbjarnarson, Odd Helga Halldórsson, Pétur Bolla Jóhannesson og  Helga Má Pálsson í verkefnislið deiliskipulagsins.

Auður Jónasdóttir (V-lista) greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað að hún telji ótímabært að setja þessa vinnu í gang og að óásættanlegtsé að engin kona skuli vera skipuð í verkefnisliðið.

Pálmi Gunnarsson fulltrúi A-lista sat hjá.

 

8.

Sörlaskjól 9. Umsókn um hesthúsalóð.

BN110022

Erindi dags. 27. janúar 2011 þar sem Pétur Vopni Sigurðsson sækir um lóð fyrir hesthús við Sörlaskjól 9.  Meðfylgjandi er greiðslumat frá ARION banka.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjendum lóðina með fyrirvara um byggingarhæfi hennar.

Skipulags- og byggingarskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

 

9.

Glerárgata 7. Auglýsingar án leyfis.

BN110019

Skipulagsstjóri lagði fram afrit af bréfum dags. 6. október 2010 og 26. nóvember 2010 til T.E. ehf, kt. 600598-2019 og Hársnyrtistofunnar Strúktúruehf, kt. 581298-2939, eigenda að Glerárgötu 7. Í bréfunum er kynnt tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að húseigandi fjarlægi auglýsingar frá aðilum sem ekki eru með starfsstöð í húsinu. Aðgerðin byggir á gr. 3.2 í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrabæjar 412/1993 og gr. 210 í byggingarreglugerð 441/1998.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 56. gr. mannvirkjalaga leggur nefndin til við bæjarráð  að tillaga um dagsektir 50.000 kr. á dag, verði samþykkt.

 

10.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 26. janúar 2011.

SN110014

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 333. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

11.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 2. febrúar 2011.

SN110015

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 334. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

Önnur mál.

 

12.

Hlíðarendi - frístundabyggð, verslunar- og þjónustusvæði. Deiliskipulag, Hlíðarendi 1. áfangi.

SN100087

Skipulagsstjóri lagði fram athugasemdir Skipulagsstofnunar við deiliskipulag frístundabyggðar, verslunar- og þjónustusvæðis í Hlíðarendalandi.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10.

 

Helgi Snæbjarnarson

Eva Reykjalín Elvarsdóttir

Haraldur Sveinbjörn Helgason

Auður Jónasdóttir

Pálmi Gunnarsson

 

 

 

Leifur Kristján Þorsteinsson

-fundarritari-