Skipulagsnefnd

107. fundur 26. janúar 2011 kl. 08:00 - 11:15 Fundarsalur bæjarstjórnar, Geislagötu 9.

 

107. fundur.

Árið 2011, miðvikudaginn26. janúar kl. 08:00 kom skipulagsnefnd saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Geislagötu 9.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Helgi Snæbjarnarson, Haraldur Sveinbjörn Helgason, Eva Reykjalín Elvarsdóttir, Auður Jónasdóttir og Pálmi Gunnarsson. Einnig voru mættir eftirtaldir starfsmenn Akureyrarbæjar: Leifur Kristján Þorsteinsson og Pétur Bolli Jóhannesson.

Fundarritari var Leifur Kristján Þorsteinsson

 

Fyrir var tekið:

 

1.

Hlíðarfjall. Deiliskipulag skíðasvæðis.

SN070129

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu dags. 18.01.2011 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.

Tillagan er unnin af  X2 hönnun-skipulagiehf, dags. 18.01.2011. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dags. 18.01.2011. Ómar Ívarsson kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd óskar eftir að fram komi í greinargerð áætlaður fjöldi gistirýma og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2.

Innbærinn og Fjaran. Nýtt deiliskipulag.

SN110006

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 29. apríl 2009 að undirbúa endurskoðun deiliskipulags af Innbænum og Fjörunni með áherslu á verndun þeirrar gömlu byggðar sem þar er.

Logi Már Einarsson og Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu komu á fundinn og kynntu stöðu verkefnisins.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

 

3.

Gámasvæði vegna sorpflokkunar. Leyfi fyrir staðsetningu.

SN100113

Skipulagsstjóri lagði fram úrskurð frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna kæru á tímabundnu leyfi fyrir staðsetningu sorpgáma vegna sorpflokkunar.

Niðurstaða nefndarinnar var sú að kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni vegna aðildarleysis kæranda.

Lagt fram til kynningar.

 

4.

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar. Breyting - efnistökusvæði.

SN100034

Erindi dags. 13.01.2011 frá Jónasi Vigfússyni f.h. Eyjafjarðarsveitar þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæða.

Samkvæmt tillögu að aðalskipulagsbreytingu dags. 5. desember 2010 er gert ráð fyrir nýju efnistökusvæði í landi Hvamms sunnan Kjarnaskógar. Í deiliskipulagi skal gert ráð fyrir að efnistökusvæðið verði ekki stærra en 1,5 ha og dýpi námu í samræmi við það.

Gert er ráð fyrir að þar megi vinna allt að 120.000 rúmmetra af efni og að náman verði opin til næstu 15 ára.

Eitt fjölsóttasta útivistarsvæði landsins, Kjarnaskógur í landi Akureyrar er í um 500 m fjarlægð frá fyrirhuguðu efnistökusvæði. Þar sem um er að ræða grjótnámu þar sem efnistaka og vinnsla byggir á sprengingum og vinnslu á grjóti má gera ráð fyrir verulegum áhrifum á gesti útivistarsvæðisins í Kjarnaskógi.

Í Umhverfisskýrslu EFLU dags.15.11.2010 er talið að efnistaka í Hvammi geti haft neikvæð áhrif vegna hávaða, rykmengunar og titrings fyrir íbúa aðliggjandi jarðar og gesti Kjarnaskógar.

Þessu til viðbótar verður mikil sjónmengun af viðkomandi námu fyrir þá gesti útivistarsvæðisins sem eiga leið um þau svæði sem ofarlega liggja.

Í ljósi þessa gerir skipulagsnefnd athugasemd við að í tillögunni sé gert ráð fyrir efnistöku í landi Hvamms þar sem áformin varða hagsmuni íbúa Akureyrarkaupstaðar og gesta hans með afgerandi hætti.

Auður Jónasdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

5.

Þrumutún 4 og 2 - Naustahverfi 2. áfangi. Umsókn um breytingu á lóðamörkum - breyting á deiliskipulagi.

SN100115

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar þann 10. nóvember 2010 leggja umsækjendur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðanna unna af Kollgátu ehf, dags. 28.12.2010.

Óskað er eftir breytingu á lóðamörkum Þrumutúns 2 og 4. Með þeirri deiliskipulagsbreytingu stækkar lóð nr. 4 til suðurs sem nemur 7,9 m² og lóð nr. 2 minnkar sem því nemur.

Aðeins er verið að breyta lóðamörkum tveggja aðliggjandi lóða og varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akureyrarbæjar.

Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

6.

Ný lög um mannvirki nr. 160/2010. Efni 7. greinar laga um mannvirki.

SN110007

Bréf dags. 14. 01.2011 frá Guðjóni Bragasyni þar sem hann f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga vill vekja athygli sveitarstjórna á efni 7. gr. nýsamþykktra laga um mannvirki.

Greinin fjallar um heimild sveitarfélags til að setja sérstaka samþykkt um byggingarnefndir og skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis.

 

Bæjarstjórn þarf að taka afstöðu til þess hvort sú heimild verði nýtt eða hvort skipulagsstjóri (skipulags- og byggingarfulltrúi) hafi áfram umboð bæjarstjórnar til útgáfu byggingarleyfa eins og mannvirkjalögin gera nú ráð fyrir í 8. gr. laganna en þar er einnig gert ráð fyrir að samþykktir byggingarfulltrúa þurfi ekki staðfestingu bæjarstjórnar.

Frestað.

 

7.

Grímseyjargata 1. Umsókn um lóð.

BN110013

Erindi móttekið 13.01.2011 þar sem Einar Guðmundsson f.h. Búvíssehf, kt. 590106-1270, sækir um lóð nr. 1 við Grímseyjargötu.

Samþykki Hafnasamlags Norðurlands liggur fyrir um úthlutun lóðarinnar en lóðin er á skilgreindu hafnarsvæði.

Frestað.

 

8.

Glerárdalur - Umhverfisskipulag. Skipulag  Glerárdals.

SN100129

Erindi dags. 10.12.2010 þar sem Andrea Þorvaldsdóttir f.h. Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, óskar eftir því við skipulagsnefnd Akureyrar að í nýju deiliskipulagi fyrir Glerárdal verði gert ráð fyrir aðkomu hestamanna með reiðleiðum og áningarstöðum á þessu nýja útivistarsvæði.

Skipulagsnefnd vísar erindinu í fyrirhugaða vinnu við umhverfis- og stígaskipulag Glerárdals.

 

9.

Hafnarstræti 45. Umsókn um lóðarstækkun.

SN090079

Erindi dags. 04.08.2009 þar sem Sigurður Karl Jóhannsson sækir um stækkun til suðurs á lóð sinni að Hafnarstræti 45. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Erindinu er vísað í vinnslu deiliskipulags Innbæjarins og Fjörunnar sem nú stendur yfir.

 

10.

Hólabraut 16. Umsókn um viðbyggingu.

BN100248

Skipulagsstjóri lagði fram úrskurð frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna kæru á samþykkt byggingaráforma á lóðinni.

Niðurstaða nefndarinnar var sú að samþykktin er felld úr gildi þar sem túlkun hennar er að nýtingarhlutfall á lóðinni fari yfir 0,7 sem eru leyfileg mörk skv. deiliskipulagi.

Lagt fram til kynningar.

 

11.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 12. janúar 2011.

SN110008

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 331. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

12.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 19. janúar 2011.

SN110009

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 332. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15.

 

Helgi Snæbjarnarson

Haraldur Sveinbjörn Helgason

Eva Reykjalín Elvarsdóttir

Auður Jónasdóttir

Pálmi Gunnarsson

 

 

 

Leifur Kristján Þorsteinsson

-fundarritari-