Skipulagsnefnd

106. fundur 12. janúar 2011 kl. 08:00 - 11:25 Fundarsalur bæjarstjórnar, Geislagötu 9.

 

106. fundur.

Árið 2011, miðvikudaginn12. janúar kl. 08:00 kom skipulagsnefnd saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Geislagötu 9.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Helgi Snæbjarnarson, Haraldur Sveinbjörn Helgason, Eva Reykjalín Elvarsdóttir, Auður Jónasdóttir og Sigurður Guðmundsson. Einnig voru mættir eftirtaldir starfsmenn Akureyrarbæjar: Leifur Kristján Þorsteinsson og Pétur Bolli Jóhannesson.

Fundarritari var Leifur Kristján Þorsteinsson

 

Fyrir var tekið:

 

1.

Aðalskipulag - Blöndulína 3. Akureyri - Krafla. Breyting á aðalskipulagi.

SN080072

Skipulagsstjóri kynnti ný gögn frá Landsneti vegna hugmynda Landsnets um raflínulögn um svokallaða Súlumýrarleið ofan Akureyrar á línuleiðinni Akureyri - Krafla.

Lagt fram til kynningar.

 

2.

Hlíðarendi - frístundabyggð, verslunar- og þjónustusvæði. Deiliskipulag, Hlíðarendi 1. áfangi.

SN100087

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis 1. áfanga var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 20. október 2010 með athugasemdafresti til 1. desember 2010.  Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni.

Engar athugasemdir bárust.

 

Óskað var eftir umsögnum hagsmunaaðila í bréfi dags. 28. júlí 2010 þar sem send voru drög að deiliskipulagstillögunni. Svör bárust frá:

1) KKA, dags. 12. ágúst 2010.

KKA líst vel á framkomnar hugmyndir og styður uppbygginguna. Óskað er eftir að framkvæmdaraðila sé kynnt og gert ljóst skriflega að stutt frá sé enduro- og motocrossvæði og að slíkum svæðum fylgi hljóð, keppnishald og umferð. Núverandi framkvæmdaraðili er vel upplýstur um þetta en nýir framkvæmdaraðilar geta komið til sögunnar og haft aðrar hugmyndir og forsendur.

2) Hestamannafélagið Léttir, dags. 17. ágúst 2010.

Félagið gerir ekki athugasemdir heldur styður þessa framkvæmd og telur að frístundabyggð og hestamennska eigi góða samleið. Í framtíðinni gefst hestafólki þá kostur á að gista á þessu svæði þegar félagið er með viðburði á félagssvæðinu.

3) Bílaklúbbur Akureyrar, dags. 18. ágúst 2010.

Stjórn BA fagnar framkomnum hugmyndum um verslunar- og þjónustusvæði í landi Hlíðarenda, enda muni sú uppbygging verða unnin í samstarfi og sátt við nærliggjandi rekstraraðila og skipulagða starfsemi á svæðum þeirra.

4) Íþróttaráð, dags. 17. ágúst 2010.

Íþróttaráð fagnar hugmyndum um uppbyggingu þjónustu- og verslunarsvæðis við Hlíðarenda og telur að slíkt svæði geti styrkt starfsemi í Hlíðarfjalli sem og aðra ferðaþjónustu á svæðinu.

Íþróttaráð hvetur þó til að skoðað verði með hvaða hætti fyrirhugað svæði geti tengst skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli m.t.t. öryggis þeirra sem hugsanlega fara á milli svæðanna á skíðum.

5) Umhverfisnefnd, dags. 19. ágúst 2010.

Engin athugasemd er gerð.

6) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, dags. 16. ágúst 2010.

Tekið er jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu og engar athugasemdir gerðar. Uppbygging þjónustu fyrir ferðamenn styrkir ferðaþjónustu á svæðinu. Skortur á gistingu er þegar farinn að há vexti ferðaþjónustunnar á Akureyri og því er öllum áformum um nýja gistimöguleika fagnað.

7) Skotfélag Akureyrar, dags. 23. ágúst 2010.

Félagið sér ekki að þetta nýja skipulag trufli starfsemi þess á neinn hátt enda sé ljóst að ekki verði hróflað við núverandi starfsemi þeirra félaga sem hafa aðstöðu á dalnum. Engar athugasemdir eru því gerðar.

Svar við umsögnum:

1) Gengið er út frá því að umsækjandi og eigandi svæðisins sé framkvæmdaraðili og hefur skipulagsnefnd engar forsendur aðrar til að meta hver þróun þessara mála verði í framtíðinni.

Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er svæði KKA skilgreint undir starfsemi fyrir enduro- og motocross starfsemi og má því ætla að núverandi eða nýr framkvæmdaraðili geri sér grein fyrir nálægðinni og hugsanlegu áreiti því fylgjandi.

2-7) Gefur ekki tilefni til svars.

 

Auður Jónasdóttir fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu.

Vísar að öðru leyti til fyrri bókana þar sem hún hvetur til að horft verði á Hlíðarfjall og Glerárdal sem eina heild við skipulagningu.

 

Niðurstaða:

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

3.

Vestursíða - hjúkrunarheimili. Deiliskipulag.

SN100099

Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu þann 5. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 17. desember 2010.

Ein athugasemd barst.

1)  Jón Hjaltason, Byggðavegi 101B, dags. 10. desember 2010.

Mótmælt er fyrirhugaðri staðsetningu og hvatt til þess að byggja frekar við Naustabæinn eins og ráðgert var.

a)  Við Vestursíðu er nánast um að ræða skólalóð og ætti fjölskyldufólk að njóta góðs af slíkum lóðum.

b)  Þétting byggðar er til að draga úr bílaumferð og styður þá hugmynd að fjölskyldufólk ætti að búa við grunnskóla.

c)  Öryggi barna yrði betur tryggt þar sem þau þurfa yfir færri götur á leið í skóla.

d)  Að byggja íbúðabyggð við skóla stuðlar að aukinni hreyfingu íbúa.

e)  Dregur í efa að það þjóni hagsmunum sjúklinga hjúkrunarheimilisins að byggja í nágrenni skóla og í þéttri íbúðabyggð nokkuð fjarri sjúkrahúsinu.

Svar við athugasemd:

a) Umrætt svæði er skilgreint í aðalskipulagstillögu sem svæði fyrir þjónustustofnun á sama hátt og skólalóð Síðuskóla en er þó ekki hluti skólalóðarinnar. Ekki er um lokað svæði að ræða, heldur opna lóð þar sem fjölskyldufólk og aðrir geta farið óhindrað um og heimsótt aðstandendur eða stytt sér leið til skóla.

b) Með tilkomu hjúkrunarheimilis í hverfinu ættu fjölskyldutengsl almennt að styrkjast. Íbúar heimilisins eiga fjölskyldur sem í einhverjum tilvikum gætu búið í hverfinu.

c) Gert er ráð fyrir  gönguleiðum í jaðri lóðarinnar að grunnskóla. Innkeyrslum að hjúkrunarheimilinu er þannig háttað að gönguleiðir og innkeyrslur skerast ekki.

d) Sjá svar við lið a.

e) Tekið skal fram að hjúkrunarheimilið er ekki sjúkrastofnun heldur heimili íbúa þar sem veitt er ákveðin grunnþjónusta. Góðar samgöngur eru til og frá svæðinu m.a. að FSA og öðrum þjónustustofnunum bæjarins.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

4.

Eyjafjarðarbraut, flugvallarsvæði. Breyting á deiliskipulagi.

SN090134

Tillagan var auglýst frá 1. september 2010 með athugasemdafresti til  13. október 2010.  Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu.

Engar athugasemdir bárust.

 

Umsögn barst frá:

1) Fornleifavernd ríkisins, dags. 4. júní 2010.

Engin athugasemd er gerð.

2) Flugmálastjórn Íslands, dags. 16. september 2010

Engin athugasemd er gerð.

3) Samstarfsnefnd um ferilmál fatlaðra, dags. 4. október 2010.

Lögð er áhersla á að gert verði ráð fyrir upphituðum bílastæðum fyrir fatlaða sem næst inngöngum og leiðir að þeim upphitaðar.

 

Umsagnir um umhverfisskýrslu:

1) Skipulagsstofnun, dags. 10. september 2010.

Ekki eru gerðar athugasemdir við umhverfismat deiliskipulagsbreytingarinnar.

2) Umhverfisstofnun, dags. 1. desember 2010.

Mikilvægt er að svæðið sunnan flugbrautar sem er orðið hluti af flugvallarsvæðinu verði opið land með útivistarstíg og reiðleið og að svæðinu verði ekki raskað frekar en orðið er, þar sem um þýðingarmikið náttúruminjasvæði er að ræða. Þar ætti að forðast frekari framkvæmdir.

Svar við umsögnum:

1-3) Gefur ekki tilefni til svars.

 

Svar við umsögn um umhverfisskýrslu:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) Umhverfisstofnun.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir útivistarstíg og reiðleið sunnan flugbrautar að gömlu brúnni innan flugvallarsvæðis. Í framtíðinni er gert ráð fyrir nýrri tengingu við enda Brunnár og yfir á Stórhólma. Með þeirri tengingu er aðgengi almennings tryggt að Óshólmasvæðinu austan flugvallarsvæðis til framtíðar.

Votlendissvæðinu sunnan flugbrautar hefur nú þegar verið raskað vegna uppsetningar aðflugsljósa. Ekki er fyrirhugað að svæði sunnan flugbrautar verði raskað frekar.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

5.

Jaðar - golfvöllur. Deiliskipulag.

SN090116

Tillaga að deiliskipulagi golfvallarins við Jaðar samhliða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 2. áfanga og norðan Tjarnarhóls, var auglýst frá 13. október 2010 til 24. nóvember 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu.

 

Tvær athugasemdir bárust:

1) Jóhannes Árnason, dags. 6. nóvember 2010.

a) Lagt er til að skilgreint verði bílastæði við veg frá Kjarnagötu að golfskála fyrir fólk sem vill hefja göngu að Naustaborgum.

b) Lagt er til að sett verði inn bráðabirgðasvæði fyrir smáhýsi undir golfbíla.

c) Bent er á hugsanlega hættu á árekstrum milli golfvallarins og íbúa við Sóma- og Ljómatún vegna nálægðar vallarins við íbúabyggð.

 

2) Norðurorka, dags. 18. nóvember 2010.

a) Fullyrðing í kafla 4.3.13 um að vatnsveita Akureyrar hafi ekki burði til að anna þörf vallarins er röng. Hið rétta er að GA taldi aðra vatnsöflun hagkvæmari.

b) Varðandi kvöð um lagnir þá er áætlað að setja golfbraut í lagnastæðið. Vegna kostnaðar við að ganga frá slíku yfirborði er farið fram á að lögnin verði færð á kostnað lóðarhafa út úr umræddri braut eða lóðarhafi taki á sig fulla ábyrgð á frágangi golfbrautar komi til bilana í lögninni.

 

Umsagnir:

1) Fornleifavernd, tölvupóstar dags. 1.  og 7. desember 2010.

Engar skráðar fornleifar eru innan skipulagssvæðisins og því engin athugasemd gerð.

Svör við athugasemdum:

1a) Skipulagsnefnd telur ekki þörf á bílastæði tengt útivist innan golfvallarsvæðisins en útilokar ekki að bílastæðum verði komið fyrir utan golfvallarsvæðis norðan golfvallarvegar næst Kjarnagötu.

1b) Samkvæmt óskum forsvarsmanna golfvallarins er ekki gert ráð fyrir byggingarreitum fyrir stök smáhýsi undir golfbíla í deiliskipulagstillögunni. Núverandi smáhýsi hafa ekki stöðuleyfi og þurfa því að víkja nema sótt verði um tímabundið leyfi þangað til ráðist verður í byggingu fyrir golfbíla eins og tillagan gerir ráð fyrir.

1c) Í deiliskipulagstillögunni eru gerðar ráðstafanir til þess að minnka líkur á að golfboltar lendi utan vallar á umræddu svæði.

2a) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og texti leiðréttur í greinargerð.

2b) Tekið er skýrt fram í greinargerð í kafla 4.3.13 að lóðarhafi mun bera allan kostnað af færslu lagna vegna framkvæmda lóðarhafa.

Á deiliskipulagsuppdrætti er gert ráð fyrir nýrri braut 5 með kvöð um núverandi stofnæð vatnsveitu sem túlka ber þannig að lóðarhafi mun bera allan kostnað sem af framkvæmdunum hlýst vegna yfirborðsfrágangs ef til bilana komi á stofnæðinni.

Tekið er tillit til athugasemdarinnar og texti lagfærður í greinargerð.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt ásamt deiliskipulagsbreytingartillögum í Naustahverfi og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

 

6.

Leirutjörn. Umsókn um ísakstur.

BN100295

Erindi dag. 13.12.2010 þar sem Björgvin Ólafsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, óskar eftir leyfi til æfinga í ísakstri á bifreiðum og bifhjólum á Leirutjörn veturinn 2010-2011. Æfingatímar mundu miðast við laugardaga þegar aðstæður leyfa á milli kl. 13:00 og 15:00.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

 

7.

Hólabraut, landnr. 148288. Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar.

BN100161

Erindi dags. 23.12.2010 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir lyftu og breytingum til að bæta aðstöðu keppenda og annarra notenda áhorfendastúkunnar á íþróttavellinum við Hólabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 11.01.2011.

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að grenndarkynna erindið.

Auður Jónasdóttir fulltrúi VG óskar bókað að hún vilji að svæðið verði deiliskipulagt og greiðir því atkvæði gegn afgreiðslu nefndarinnar.

 

8.

Geislagata 12. Umsókn um byggingarleyfi.

BN110007

Erindi dags. 05.01.2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Hringbergs ehf, kt. 480607-0900, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við Geislagötu 12 samkvæmt meðfylgjandi hugmynd.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

 

9.

Langahlíð 26. Mæling á lóð, lóðarsamningur.

BN070365

Erindi dags. 07.08.2007 þar sem Einar Ingi Einarsson óskar eftir að lóðin við hús hans að  Lönguhlíð 26 verði mæld upp og gerður lóðarsamningur.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags af reit er afmarkast af Höfðahlíð, Glerá og Hörgárbraut.

 

10.

Strandgata 11. Byggingarleyfi - breytingar inni. Dagsektir.

BN070358

Bréf dags. 12.02.2009 frá Guðvarði Gíslasyni þar sem hann óskar eftir að falla frá umsókn um skilti á húsið Strandgötu 11 en áfram er sótt um breytingar á útsogsblásara og innréttingabreytingu skv. meðfylgjandi teikningum eftir Fanneyju Hauksdóttur dags. 02.03.2009.

Málið var áður tekið fyrir hjá skipulagsnefnd 27. maí 2010. Tilmælum um skil á fullnægjandi gögnum hefur ekki verið sinnt og andmælafrestur er liðinn án þess að athugasemdir hafi verið gerðar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að dagsektir, kr. 25.000 á dag verði lagðar á eiganda verði umbeðnum gögnum ekki skilað innan fjögurra vikna frá afgreiðslu bæjarráðs.

 

11.

Goðanes 6. Byggingarleyfi. Dagsektir.

BN070207

Erindi dags. 30.11.2007 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf., kt. 410604-3880, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsið nr. 6 við Goðanes þ.e. að setja milliloft í húsið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 5.12.2007.

Þar sem tilmælum skipulagsstjóra frá 19. maí 2010 um skil á fullnægjandi gögnum hefur ekki verið sinnt mega umsækjandi og eigendur hússins búast við því að lagðar verði á þá dagsektir ef ekki hefur verið skilað inn umbeðnum gögnum innan tveggja vikna frá dagsetningu tilkynningar að telja. Umsækjendum er veittur andmælaréttur með sama eindaga óski þeir að tjá sig um þessa ákvörðun.

 

12.

Víðilundur 20-22-24.   Breyting inni. Dagsektir.

BN000269

Erindi dags. 06.07.2000 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að gera breytingu innanhúss í Víðilundi 20-22-24 samkvæmt meðfylgjandi teikningum dags. 30.06.2000 eftir Bjarna Reykjalín, Form ehf, Kaupangi.

Málið var áður tekið fyrir hjá skipulagsnefnd 25. júlí 2007. Tilmælum um skil á fullnægjandi gögnum hefur ekki verið sinnt og andmælafrestur er liðinn án þess að athugasemdir hafi verið gerðar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að dagsektir, kr. 25.000 á dag verði lagðar á eiganda verði umbeðnum gögnum ekki skilað innan fjögurra vikna frá afgreiðslu bæjarráðs.

 

13.

Kaupvangsstræti 23. Byggingarleyfi - breytingar. Dagsektir.

BN080232

Erindi dags. 30.05.2008 þar sem Einar Geirsson og Þormóður Jón Einarsson f.h. eigenda og rekstraraðila sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á húseigninni nr. 23 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomin umsögn frá vinnueftirlitinu 01.04.2009. Innkomið skriflegt samþykki hluta meðeigenda 18.05.2009. Innkomnar nýjar teikningar 25.01.2010. Innkomin umsögn Heilbrigðiseftirlits 16.06.2010.

Þar sem tilmælum skipulagsstjóra frá 18. maí 2010 um skil á fullnægjandi gögnum hefur ekki verið sinnt má umsækjandi búast við því að lagðar verði á hann dagsektir ef hann hefur ekki skilað inn umbeðnum gögnum innan tveggja vikna frá dagsetningu tilkynningar að telja. Umsækjanda er veittur andmælaréttur með sama eindaga óski hann að tjá sig um þessa ákvörðun.

 

14.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 15. desember 2010.

SN110001

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 327. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

15.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 22. desember 2010.

SN110002

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 328. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

16.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 29. desember 2010.

SN110003

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 329. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 1 lið.

Lagt fram til kynningar.

 

17.

Afgreiðslur skipulagsstjóra. Fundargerð dags. 5. janúar 2011.

SN110004

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 330. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

18.

Glerárgata 3B - Strandgata 11. Umsókn um breytta notkun.

BN100267

Erindi dags. 27.10.2010 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. eiganda Glerárgötu 3b og Strandgötu 1, Hagsmíði ehf., kt. 581295-2359, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að lyfta að hluta til þaki Strandgötu 11 og breyta húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði í íbúðir til útleigu. Í dag er rekið í húsnæðinu trésmíðaverkstæði og sólbaðsstofa. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að vera með  íbúðir á reitnum.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir nánari gögnum.

 

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25.

 

Helgi Snæbjarnarson

Haraldur Sveinbjörn Helgason

Eva Reykjalín Elvarsdóttir

Auður Jónasdóttir

Sigurður Guðmundsson

 

 

 

Leifur Kristján Þorsteinsson

-fundarritari-