Skipulagsnefnd

125. fundur 28. október 2011 kl. 08:00 - 09:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason varaformaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Pálmi Gunnarsson
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hafnarsvæði í Krossanesi, breyting á deiliskipulagi, Krossanes 4

Málsnúmer 2011090003Vakta málsnúmer

Erindið tekið fyrir að nýju að höfðu samráði við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur á umhverfisáhrifum breytingarinnar, sjá nánar í meðfylgjandi bréfi dagsett 27. október 2011. Niðurstöður matsins og forsendur eru lagðar fram í umhverfisskýrslu.
Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 27. október 2011 frá AVH ehf., breytingaruppdráttur 15. september 2011 og umhverfisskýrsla dagsett 27. október 2011.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrslan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er því fyrri auglýsing deiliskipulagsbreytingarinnar felld úr gildi.

2.Eyrarlandsvegur 30 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2011100074Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2011 og 26. október 2011 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson og Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar kaffihúss í Lystigarði Akureyrar við Eyrarlandsveg 30.
Um er að ræða þrjár breytingar:
1. Stækkun á byggingarmagni 30m2. Bygging stækkar úr 150m2 í 180m2.
2. Breyting á texta í greinargerð í kafla 3.1.2 Kaffihús.
3. Lenging á skjólvegg til vesturs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur unnin af X2 dagsettur 27. október 2011.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á stærð kaffihússins og minniháttar textabreytingar í greinargerð. Breytingarnar varða ekki hagsmuni annarra en Akureyrarbæjar sem lóðarhafa og eiganda Lystigarðsins.
Í ljósi þessa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
("Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.")

Fundi slitið - kl. 09:00.