Skipulagsnefnd

243. fundur 05. október 2016 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Vilberg Helgason V-lista mætti ekki til fundar né varamaður hans.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016. Frestað frá síðasta fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsdrögin, með breytingum í samræmi við umræður á fundinum, verði send til umsagnar innan bæjarkerfisins og jafnframt til hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar með 5 vikna umsagnarfresti.

Fundi slitið - kl. 11:00.