Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

16. fundur 04. maí 2021 kl. 16:00 - 17:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Valdís Anna Jónsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Sigrún María Óskarsdóttir
  • Vera K Vestmann Kristjánsdóttir fulltrúi þroskahjálpar ne
  • Friðrik Sighvatur Einarsson fulltrúi grófarinnar
  • Elmar Logi Heiðarsson fulltrúi sjálfsbjargar
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri
Fundargerð ritaði: Karólína Gunnarsdóttir
Dagskrá

1.Þjónusta við fötluð börn - félagsleg þátttaka

Málsnúmer 2021041565Vakta málsnúmer

Kynnt sérhæfð úrræði velferðarsviðs í þjónustu við fötluð börn. Einnig kynnt félagsleg liðveisla eins og hún var og þær breytingar sem eru að eiga sér stað eftir að verkefnið var fært yfir á samfélagssvið.

Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður á velferðarsviði, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður á samfélagssviði og Giedré Grigaraviciuté verkefnastjóri á samfélagssviði sátu fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir áhugaverðar umræður um málefni félagslegrar liðveislu.

2.Sumarvinna með stuðningi

Málsnúmer 2021041542Vakta málsnúmer

Akureyrarbær finnur á hverju sumri störf til að mæta þörfum ungs fatlaðs fólks til sumarvinnu.

Orri Stefánsson verkefnastjóri á samfélagssviði og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir verkstjóri á samfélagssviði sátu fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn þakkar fyrir kynninguna og mun óska eftir að fá þau aftur á fund í haust og fara yfir stöðuna.

3.Notendaráð fatlaðs fólks - beiðni um umsögn vegna starfsleyfis Ylfu ehf

Málsnúmer 2021041241Vakta málsnúmer

Samráðshópi um málefni fatlaðs fólks gefst tækifæri á að senda umsögn vegna umsóknar Ylfu um starfsleyfi til að reka stuðnings- og stoðþjónustu skv. 26. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og 8. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks hefur yfirfarið þær upplýsingar sem liggja fyrir um fyrirtækið Ylfu sem sækir um starfsleyfi á Akureyri og nágrenni til að reka stuðnings- og stoðþjónustu.

Þær upplýsingar sem liggja fyrir gefa til kynna að um sé að ræða fyrirtæki sem er að veita umfangmikla stuðnings- og stoðþjónustu með hátt hlutfall fagfólks. Samráðshópurinn mælir með að veitt verði starfsleyfi til viðkomandi.

Fundi slitið - kl. 17:40.