Þjónusta við fötluð börn - félagsleg þátttaka

Málsnúmer 2021041565

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 16. fundur - 04.05.2021

Kynnt sérhæfð úrræði velferðarsviðs í þjónustu við fötluð börn. Einnig kynnt félagsleg liðveisla eins og hún var og þær breytingar sem eru að eiga sér stað eftir að verkefnið var fært yfir á samfélagssvið.

Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður á velferðarsviði, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður á samfélagssviði og Giedré Grigaraviciuté verkefnastjóri á samfélagssviði sátu fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir áhugaverðar umræður um málefni félagslegrar liðveislu.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3. fundur - 02.05.2023

Kynnig á aðkomu félagslegrar liðveislu að íþróttum og tómstundum barna með sérþarfir/fatlaðra.

Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu sat fundinn undir þessum lið og kynnti tilraunaverkefni til 2ja ára sem ætlað er fyrir 1.- 4. bekk en eftir er að fá lokasamþykki til að hægt sé að hefjast handa.
Samráðshópurinn hvetur eindregið til þess að ákvörðun verði tekin sem fyrst um fjármögnun þessa verkefnis og ítrekar mikilvægi þess fyrir þennan hóp.