Fjárhagsáætlun 2013 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2012060197

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 109. fundur - 27.06.2012

Bæjarráð hefur á fundi sínum 14. júní sl. gert tillögur að tekju- og fjárhagsrömmum fyrir árið 2013 og vísað til umfjöllunar í nefndum bæjarins.

Lagt fram til kynningar.

Guðrún Þórsdóttir mætti til fundarins kl. 17.10.

Samfélags- og mannréttindaráð - 110. fundur - 01.08.2012

Farið yfir tillögur bæjarráðs að tekju- og fjárhagsrömmum fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð - 111. fundur - 15.08.2012

Farið yfir tillögur bæjarráðs að tekju- og fjárhagsrömmum fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 113. fundur - 19.09.2012

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun og gjaldskrá Rósenborgar fyrir árið 2013. Einnig var unnið að gerð þriggja ára áætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagðar tillögur að fjárhagsáætlun og gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.

Ráðið samþykkir einnig að fela framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar að koma á framfæri hugmyndum ráðsins um þriggja ára áætlun.

Samfélags- og mannréttindaráð - 141. fundur - 19.02.2014

Lagt fram rekstraryfirlit ársins 2013 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.