Mannréttindi samkynhneigðra

Málsnúmer 2012020106

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 102. fundur - 15.02.2012

Fjallað um stöðu og viðhorf til samkynhneigðra í ljósi niðurstaðna rannsóknar prófessora við Háskólann á Akureyri. Þar kemur fram að samkynhneigðir unglingar eru nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis.

Samfélags- og mannréttindaráð hefur þungar áhyggjur af niðurstöðunum. Þóroddur Bjarnason prófessor mun kynna niðurstöðurnar nánar á næsta fundi ráðsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 103. fundur - 14.03.2012

Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsvígstilraunum samkynhneigðra unglinga.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi, María Ólafsdóttir og Alexandra Embla Buch frá Hinsegin Norðurlandi voru gestir fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Þóroddi fyrir kynninguna og gestum fundarins fyrir umræðurnar. Ráðið samþykkir að markviss fræðsla um samkynhneigð verði hluti af forvarnafræðslu sem boðið er upp á í grunnskólum bæjarins. Forvarnafulltrúa er falið að vinna að undirbúningi málsins.