Öldungaráð

13. fundur 21. janúar 2019 kl. 13:15 - 13:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir varaformaður
  • Halldór Gunnarsson
  • Valgerður Jónsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir boðaði forföll.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

Sigríður Stefánsdóttir varamformaður setti fund í forföllum Dagbjartar.

1.Öldungaráð 2019 - samþykkt

Málsnúmer 2018120115Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að samþykkt fyrir öldungaráð í samræmi við breytingar á 2. mgr. 38. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991 og breytingar á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. desember sl. að senda drögin til öldungaráðs til umfjöllunar og óskar eftir viðbrögðum fyrir 14. janúar 2019.Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.
Öldungaráð samþykkir að óska eftir því að bæjarlögmanni verði falið að endurskoða samþykktina út frá þeim athugasemdum sem lagðar voru fram á fundinum og nýrrar samþykktar um Öldungaráð Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið - kl. 13:45.