Notendaráð fatlaðs fólks

4. fundur 26. apríl 2017 kl. 16:00 - 18:15 Glerárgata 26

Mættir: Ólöf, Jón Hlöðver, Róbert, Friðrik, Elísabet, Sif, og Kristín.

Dagskrá fundarins:


1. Farið yfir lagafrumvörp og umsögn gefin ef ástæða þykir til.

http://www.althingi.is/altext/pdf/146/s/0572.pdf
http://www.althingi.is/altext/pdf/146/s/0571.pdf
http://www.althingi.is/altext/pdf/146/s/0567.pdf

 

2. Umræður um mótun og frekari störf Notendaráðs í framtíðinni

1. Farið yfir og rætt um lagafrumvörp sem fram eru komin um breytingar á lögum um félagsþjónustu. Lagafrumvörpin eru einnig innleiðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýslu og húsnæðismál. Umræður urðu all nokkrar um lagafrumvörpin og var ákveðið þar sem þau eru ekki komin í formlegt umsagnarferli að gefa sér betri tíma og skoða vel notendastýrða þjónustu, ferliþjónustu, og hvernig flokkun á örorku verður háttað. Enn fremur þarf að lesa vel í gegn hvernig aðkoma Notendaráðs verður í umsögnum um mismunandi starfsemi. Í nýjum lögum er gert ráð fyrir að Notendaráð veiti umsögn samkvæmt 7.gr. laga um málefni fatlaðs fólks um fyrirtæki eða hópa sem óska að veita fólki með fötlun þjónustu sína í sveitarfélaginu. Notendastýrð þjónusta mun aukast lítillega á næstu fimm árum. (Framkvæmdaáætlun til fimm ára frá 2017-2021 ) Ákveðinn fjöldi samninga verður gerður árlega þessi ár. Kostnaðurinn við notendastýrða þjónustu hefur vaxið mjög hratt og hefur farið 200-240 miljónir fram úr hefðbundinni þjónustu. Rætt var um hvernig væri hægt að búa til leikreglur um að skipta þjónustunni sem er takmörkuð gæði. Þar þyrfti sanngirni og fyrirsjáanleika. Nýtt starfsmatskerfi tekur ef til vill ekki af sanngirni á þeim fjölda sem er með starfsgetu á bilinu 50-70 % í nýja kerfinu. Fundarmönnum var falið að skoða vel frumvörpin hver fyrir sig og nota tímann til að senda pósta á milli fyrir næsta fund.

2. Notendaráð og verkefni þess til framtíðar. Rætt var um í hverju starf ráðsins ætti að vera fólgið. Hvenig mætti virkja ráðið betur og gera það sýnilegt, svo sem á heimsíðu Akureyrarbæjar. Notendaráð gæti tekið við ákveðnum erindum og fyrirspurnum frá hópum og félögum. Notendaráð getur kynnt sér þjónustu sem er veitt og athugað hvort bæta má útfærslu og þjónustu sem dæmi var tekið túlkaþjónusta, sérkennsla, kennsla sjúkra nemenda og hvort farið væri eftir námsskrá og kennsluskyldu fyrir fatlaða nemendur.

3. Önnur mál: þar kom fram að nýtt leiðarkerfi fyrir strætó um helgar hentaði fólki ekki vel, sem sækir Lautina um helgar. Það er langt að ganga að næstu biðstöð.


Næsti fundur er boðaður 24.maí

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18.15